Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 61
ALMANAK igio.
33
Hér skjátlaöist þó Halli ofurlítiö. Aö vísu liatöi
maöur fariö um hrautina um morguninn og gengiö sjálfur
fyrir mjög léttri tvíhjólaðri kerru—það fréttum viÖ síöar
um daginn—en það var ekki farandsali, heldur ung-
ur málmnemi, sem kom frá Tangier og ætlaöi til Moose
River-námanna. En þó Halli skjátlaðist í þessu, þóttist
eg samt sjá,að hann væri framúrskarandi eftirtektasamur
og athugull.
En nú er að segja frá þvi atriðí, sem eg hét að skýra
frá; og það er á þessa leið:
Veturinn 1882—83 var Hallur í vinnu hjá skozkum
bónda i grend við þorpið Shubenaeadie, sem er járnbraut-
arstöð um fjörutíu mílur enskar frá Halifax. Þenna sama
vetur var þar í þorpinu ungur kaupmaður af Gyðinga-ætt-
tiin. Hann átti dálitla búð við aðal-götu þorpsins, og
seldi smávarning, glingur og gamlan fatnað. Hann hafði
byrjað verzlunina með litlum efnum, og langaði mjög til
að græða. Hann þótti reglusamur og áreiðanlegur í við-
skiftum, og var í góðu áliti hjá þorpsbúum. Honum hafði
gengið vel verzlunin sumarið 1882, og hafði lagt tilhliðar
eitt hundrað dali; sem hann ætlaði að leggja í sparisjóð
í Halifax, um leið og hann færi þangað í verzlunarerind-
um um haustið. En nóttina áðuren hann ætlaði að leggja
af stað til borgarinnar, hurfu þessir hundrað dalirúrlæst-
um peningaskáp, sein var í búðinni. Og það, sem þótti
kynlegast, var, að ;kkert annað hvarf, hvorki úr búðinni
né úr paningaskápnum, nema þessir hundrað dalir, sem
áttu að fara í sparisjóðinn. í búðinni voru þó niargir
verðmætir munir, og í skápnum um hundrað og fimtíu
dalir unjfram það, sem tekið var. Svo var annað, sem
mjög þótti eftirtektavert: að engin merki sáust til þess,
að brotist hefði verið inn í búðina, hurðir, gluggar og
jafnvel peningaskápurinn var eins og gyðingurinn hafði
skilið við það kvöldið áður—alt harð'æst—ekkertbrolið—
ekkert skemt—ekkert horfið—nenia þessir hundrað dalir,
sem áttu að fara á sparisjóðinn.
Húsið, sem Gvðingurinn bjó í, var fremur lítið, og
með flötu þaki. Niðri var búðin, og til hliðar við hana
var eldhús og lítil borðstofa, og var gengið úr borðstof-