Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 56
28
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON :
hann minna umsýslu, en þó ávalt eitthvað fyrir stafni og'
nóg" urn að hugsa, því án þess gat hann ekki veriÖ.
Flestum mun korna saman um, aö Gísli Ólafsson
hafi verið einn allra-vinsælasti íslending'ur í bæ þessum.
Urn hann virtist enginn liafa neitt nema gott að segja.
Viðmótið veitti tiltrú til mannsins, þegar við fyrstu við-
kynningu. Menn urðu þess þegar varir, að liann hafði
góðan mann að geyrna. Það var eins og hann hugsaði
gott eht og hefði því ávalt gott eitt að segja og gott eitt
að leggja til mönnum og málefnum. Hann var maður
orðvar og fáskiftinn um annarra hagi. Þyrfti einhver á
að halda, var hann hinn raunbezti og höfðingi í lund í
hvívetna. Alt gott var hann ávalt boðinn og búinn tíl
að styðja með örlæti og risnu. Hann var heimilisfaðir
einn.hinn ágætasti, og heyrði hann hálfvrði falla afvörum
konu eða dóttur, urn eitthvað, sem hugurinn girntist,
var það ávalt þegjandi komið heim til þeirra í fullkomn-
ustu mynd áður þær varði. Gísli var miklu hókhneigðari
maður en alment gjörist, en lífið leyfði honunt eigi nema
lítinn tóm til lestrar; sarnt las hann mikið í blöðum og
tímaritum og las vel. Mest unni hann því, sem íslenzkt
var, og með þjóðræknustu íslendingum vestan hafs var
hann til dauðadags.
Gísli Ólafsson varð bráðkvaddur í liúsi sínu laugar-
dagskveld 8. ág. 1909. Var hann þar einn, því kona
hans og einkadóttir, Alpha, voru niður á Whytewold-
Jfeach í sumarbústað þerrra. Höfðu þær átt hans von
um þessa helgi og farið jafnvel til móts við hann á braut-
arstöð, en hann eigi getað komist einhverra hluta vegna.