Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 63
ALMANAK 1910.
JO
hann aö leggja af stað til Halifax. Kvöldið fyrir—um
klukkan tíu—taldi hann peninga sína ; það voru þrjú
hundruð og tíu dalir og nokkur cents. Hann lét þá í
peningaveskið sitt, gekk svo frá veskinu í skápnum, læsti
honum eins og'hann var vanur, háttaði síðan og sofnaði.
en um morguninn, þegar hann fór á fætur og opnaði
skápinn, þá voru þar að eins tvö hundruð og tíu dalir og
nokkur cents—hundrað dalir höfðu höfðu horfið um nótt-
ina, meðan hann svaf, og það voru einmitt þeir hundrað
dalirnir, sem hann hafði ætlað að leggja á bankann. Það
voru tuttugu fimm-dala seðlar ; hann hafði vafið bláu
bandi utan um þann bunka, og látið hann í mið-hólfið í
peninga-veskinu.
Gyðingurinn varð nú bæði hrygur og gramur og um
leið forviða, og gat ekkert í þessu hvarfi peninganna
skilið. Honum fanst það helzt líta svo út að liann hefði
verið beittur göldrum. Dyrnar á herberginu voru enn
harðlæstar, og lykillinn var í skránni að innan, glugginn
liafði ekki verið hreyfður á niinsta liátt, svo sjáanlegt
væri; og niðri í húsinu sáust engin merki til þess, að
nokkur hefði farið þar inn, hvorki um dyrnar né glugg-
ana. Snemma um nóttina hafði fallið töluverðar snjór,
og hefðu því átt að sjást för heitn að húsinu, ef einhver
hefði komið þangað seinni hluta nætur. En hvergi sást
þar móta fyrir neinúm förum.
Mönnum þótti þessi atburður næsta kynlegur, og
var margt um þetta talað og margar getgátur að því
leiddar. Sumir gátu þess til, að Gyðingurinn væri að
skrökva þessu upp, eða hefði mistalið peningana, eða í
þriðja lagi : að hann væri ekki tneð réttu ráði. Aðrir
héldu að kerlingin,móðir hans, hefði leikið á hann í hvort-
veggja skiftið, hefði tekið þessa tvö lnindruð dali, og
aetlað að geytna þá, þangað til þau þyrfti nauðsynlega á
þeim að halda. Nokkrir þóttust vita til þess, að gömlu
konunni væri illa við, að sonur hennar setti peninga á
banka, af því hún hefði svo oft he)'rt getið um banka-hrun.
Svo var leynilögregluþjónn fenginn frá Halifax. Sum-
ir sögðu að það hefði verið lítt reyndur maður. En hann
gerði alt, sem hann kunni. í þessu efni, og fór að öl'u