Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 113
ALMANAK I 9 I O.
85
inni, þeim málum til stutSnings, er ^ngstur alls félags-
skapar í bygSinni. Það var ekki fyr en um et5a eftir
aldamótin 1900 aö bygðarmenn fóru aS sinna félags-
skap i trúmálum aö nokkrum mun. Einhverntíma á
árunum milli 1890 og 1900 voru húslestrarsamkomnr í
Mary Hill skólahúsi. Las Jón Sigurösson húslestrana
úr Hefgapostillu. Jafnframt var sunnudagsskóli þar
fyrir börn, og veittu bygöarmenn sjálfir börnum til-
sögn, mest þeir Skúli Sigfússon og Jón Sigurðsson.
En brátt féll þessi félagsskapur úr sögunni. Frá því
kirkjuleg starfsemi hófst fyrir alvöru út um bygöir fs-
lendinga í Canada, voru alt af sendiboöar kirkjufélags-
ins aö koma út í bygöina, og fluttu þar nokkrar messur.
En árangur þess var ekki sá, aö þaö glæddist löngun
bygöarmanna alment til félagsskapar kristindómsmál-
um til stuðnings. Sá er fyrstur gat myndað söfnuð
þar í bygðinni var séra JónJónsson, er áöur er getið í
sambandi við lestararfélagið. ,
Sá er þetta ritar hefir fengið frá séra Jóni sjálfum
nokkur atriði úr æfisögu hans, og stutta frásögn um
starfsemi hans í Álftavatnsbygð, og er hún orðrétt sett
hér svo hljóðandi:
“Eg er fæddur að Efraholti í Reykjavík 15. Júlí
1856. Faðir minn, er eg misti þegar eg var á 4. árij
var Jón Sigfússon Oddsonar, hálfbróðir Gunnlaugs
Oddsens dómkinkjuprests í Reykjavík, er bjó í Nesi við
Seltjörn. Móðir föður míns var Björg Jónsdóttir frá
Gili 5 Svartárdal í Húnaþingi, systir Sigurlaugar
konu Sigurðar Árnasonar í Höfnum. En móðir min
var Sigríður Jónsdóttir. Var hún ættuð úr Árnessýslu,
og höfðu hinir fyrri ættmenn hennar fluzt þangað úr
Norðurlandi. Faðir móður minnar, Jón Jónsson, bjó
síðast á Bergsstöðum í Reykjavík; kona hans var Sig-
ríður Hannesdóttir, og voru þeir bræður móður minn-
ar Jón Jónsson timburmeistari í Reykjavík og Guð-