Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 115
ALMANAK 1910.
87
inn meö mér á 2 dögum, áöur en eg fór sem safnaöar-
fudltrúi á kirkjuþing í fyrra. Og eftir þaö fékk eg
nokkrar fleiri fjölskyldur. í vetur, á safnaðarfundi,
var ákveöiö að fá trúboða frá kirkjufélaginu í 2 mánuöi
upp á hálft kaup (^50 doll.J. En sumir vildu þá, að eg
þjónaöi líka, og varð það einnig að samþykt, og samdist
svo með mér og safnaðarnefndinni, að eg messaði 10
messur á þessu ári, og gekk eg að því og setti 5 dollara
íyrir hverja messu. Eg er því ekki kirkjufélagsprest-
ur, en að eins kirkjufélagsmeðlimur sem safnaðarlim-
ur, og hinn fyrri söfnuður minn stóð í engo sambandi
við kirkjufélagið.”
Þannig hljóðar frásögn séra Jóns, og mun hún ó-
hlutdrægt sögð. Því einu má þar við ibæta, að þegar
séra Jón mætti sem safnaðarfulltrúi fyrir Álftavatns-
bygðar-söfnuð á kirkjuþingi 1908, þá bar forseti kirkju-
félagsins, séra Jón Bjarnason, þá tillögu fram, að
kirkjuþingsmenn þökkuðu honum starfsemi hans til efl-
íngar kristindómi og samþyktu kirkjuþingsmenn þá til-
lögu með því að standa upp allir.
Árið 1906 byrjaði hið íslenzka lúterska kirkjufé-
lag fyrir alvöru að mynda söfnuð í Álftavatnsbygð.
Var séra Rúnólfur Marteinsson sendur frá kirkjufélag-
iniui til að mynda söfnuðinn, og var því starfi síðan fram
haldið, og voru þeir Hjörtur Leó og Guttormur Gutt-
ormsson þar sitt sumarið hvor á hvíldartímum sínum
frá skólanámi, og fluttu þeir messur og unnu að því að
efla söfnuöinn. Er nú í honum um hundrað manns, aö
sögn forseta safnaðarins. Farið er aö úndirbúa kirkju-
byggingu. En ekki er neinn fastur prestur ráðinn
þangað enn. í forstöðunefnd safnaðarins eru þessir:
Halldór Halldórsson formaöur, Daniel Bachman
skrifari, Guðm. Breckman féhiröir, Helgi F. Oddson og
Bergþór Jónsson.
Um sama leyti og myndaöist söfnuður sá, er nú