Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1910, Blaðsíða 73
ALMANAK 1910.
45
fá ótekin. En eg þóttist þá þegar fullviss um, aö
Winnipeg mundi, er fram liðu stundir, verða aöal-
markaöur Norövesturlandsins. Á þeim árum skemdist
hveiti mjög af frostum í Norövesturlandinu; þókti mér
því sem vissara væri að stunda griparækt.”
Eins og áður er getið, réðst Jón til farar með Árna
M. Freeman o. fl. til að skoða landið austan við Mani-
toba-vatn. Eeizt Jóni “sæmilega vel á landið til gripa-
ræktar”, og nam sér land í Twsh. 19, R. 4. W. Nokkr-
ir enskumælandi menn voru seztir að hér og hvar þar
umhverfis. — Þegar er Jón kom til Winnipeg aftur,
keypti hann sér 4 ára uxa, og að litlum tima liðnum
lagði 'hann aftur af stað til landnáms sins, til að koma
sér upp skýli yfir sig og fjölskyldu sína; því hann átti
þá líka von á foreldrum sínum og bróður að heiman frá
íslandi. í Júlí um sumarið flutti hann alfarinn frá
Winnipeg með konu og tvær dætur, Kristíönu 3 ára og
Júlíönu 3 vikna gamla; þá voru einnig í för með hon-
um foreldrar hans og Skúli bróðir hans, þá 17 ára.
Allan flutning sinn hafði hann á einum vagni, og tveim
uxum beitt fyrir. En til að flýtja fjölskylduna keypti
hann mann, er hafði hesta fyrir vagninum. Urðu þeir
honum samferða út með fjölskyldur sínar Árni Freeman
og ísleifnr, er fyr var frá sagt. Litlu síðar komu þeir
Jón Sigurðsson, H. Halldórsson og Jón Methúsalems-
son o. fl., er síðar mun frá sagt.
Eignir Jóns, er hann byrjaði bú, voru að sögn hans
þessar: 3 kýr, 1 kálfur, 2 ekiuxar og v»gn. Jon heyj-
aði fyrir þessum gripum um sumarið í félagi við ná-
búa sinn enskan, og kom honum þá þegar að góðu haldi
að hann hafði numið enska'tungu:, því fyrir það veitti
honum hægra en öðrum að eiga viðskifti við hérlenda
menn. Jón léði hinum enska nábúa sinum uxana til að
flytja farangur hans frá Winnipeg, en svo illa tókst til,
að uxarnir sliguðust af of þungum drætti, svo þeir