Félagsrit - 01.01.1915, Page 4

Félagsrit - 01.01.1915, Page 4
4 má því segja, að bnrn þeirra fullþroska manna, sem nú hafa algerlega helgað sig sjómenskunni, séu fyrsti vísirinn til sjómannastéttar hér. Bændafólk er það talið, er jörð eða jarðarhluta hefur til afnota, er fóðra má alidýr (skepnur) á, þótt jafnframt stundi að einhverju leyti fiskiveiðar, En sjó- mannastétt með eðlilegum séreinkennum myndast af því fólki, sem býr í kaupstöðum og þorpum við sjó, og aðalatvinnu sina hefur af sjóferðum og fiskiveiðum, án þess að stunda landbúnað eða alidýraframleiðslu jafnframt. Grundvöllur séreinkenna þessara stétta er barna- uppeldið, áhrif þau, sem börnin verða fyrir á upp- vaxtarárunum, og þau andleg og líkamleg þroskunar- skilyrði, sem hvort uppeldið hefur á börnin. I sjómannaheimkynnunum hvílir barnauppeldið ein- göngu á mæðrunum; því feðurnir eru sjaldan heima, geta þvi lítil holl áhrif haft á þau. Á mæðrunum lendir að mestu öll umönnun heimílisins, og þær eru venjulega einar um þetta, þvi meginhluti sjómanna er sjaldan svo efnum búinn, að haldið geti vinnukonur húsmæðrunum til hjálpar. Þegar börnin fjölga, verða stræti kaupstað- anna og sjóþorpanna leikvöllur hinna eldri; mæðurnar bunðnar af hinum yngri og geta illa gætt allra, með húsverkunum. Börnin skemta sér við venjulega götu- barnaleiki, andlausa og lítt hæfa til siðferðisbóta; ber oft mest á hinum ófyrirleitnustu, og „hið illa er auð- næmast“. Fjöldinn hefur oftast eitthvað af því að sýna. Drengirnir fara fljótt að reyna veiðiskap við bryggjur og frá bátum. Að drepa maðk til beitu, og fiskaseyðin, sem þeir veiða, verður leikur þeirra: dráp og lífstortíming. Síðan liggur leiðin út á hafið, og þar er sama l'ram- haldið. — Barnaleikirnir, unglingastörfin og verknaður

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.