Félagsrit - 01.01.1915, Side 7

Félagsrit - 01.01.1915, Side 7
7 er til lifsframdráttar, en flestar aðrar atvinnugreinar. Eitt er þetta: A leigujörð til dala hjó bóndi við 3 kýr, 24 ær og 3 hross. Af hrossunum voru 2 hryssur með folöldum. Nú veikist húsbóndinn, og er rúmfastur eða óverkfær 3 ár. Fólkið er konan, 5 hörn, hið elsta drengur 10 ára, og móðir hónda, vikafær innanbæjar. Garðyrkja var talsverð og hirt vel um. Þetta heimili bjargaðist svo, að eigi þúrfti aðra hjálp en smávik frá nágrönnum, helst til ferða og aðdrátta, en ettir 3 árin vóru ærnar 4 fleiri, folöldin orðin 3 vetra, vetrungur i viðkomu, en að öðru leyti sömu stórgripir. Kaupamann haföi konan lialdið á sumrin um sláttinn. Ekki höfðu skuldir aukist, og börnin voru í góðu lagi haldin að fötum og fæði. Hefur konan sú verið dugleg og ráðdeildarsöm og börnin fengið að venjast vinnu. Hætta fyrir íslenzka jijóðernið getur stafað af sjó- menskunni að því leyti, að annara þjóða fólk getur sezt hér að til að stunda hana og þannig blandast innlendu; en til að stunda landbúnaðinn hér er engin þjóð hæfari en Islendingar; sveitirnar hafa bezt skilyrði til að vernda þjóðernið og viðhalda ættjarðarástinni. Þar er lífið þrautseigast í niisjöfnu árferði (fiskitregðuárum) og frá sveitunum koma fleslir framúrskarandi menn þjóðanna. Lífsskilyrðin knýju fram og glæða ættjarðarást og at- gjörfi líkania og sálar. Því er viðhald landbúnaðarins hin rétta landvarnarstefna.

x

Félagsrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.