Félagsrit - 01.01.1915, Page 9

Félagsrit - 01.01.1915, Page 9
9 Sumir álíta að kaupstaðabörn fái betri fræðslu, með því þau eigi kost á aS ganga á skóla. En hið sanna er, að í kaupstaðaskólunum, þar sem börnin eru mörg í „bekk“, læra þau oft minna allan veturinn, en sveita- börn, sem eru fá saman, læra á 10—12 vikum, ef jafn- hæfa kennara hafa, og skilja allir hina eðlilegu ástæðu til þess. Sveitabörnin læra auðvitað minna af undan- brögðum frá náminu, og blekkingarbrögðum við kennar- ana, og er þeim það enginn skaði. I kaupstöðum er margt sem freistar unglinganna til að eyða tima og aurum óskynsamlega, og íleiri gynn- ingar óholiar fyrir siðferðið, heldur en í sveit. Afsömu ástæðum dregst léltúöuga unga fólkið fremur úr sveit- unum í kaupstaðina, heldur en hið staðfastlynda og ráð- setta. Það sem þó einna mest dregur ungt fólk úr sveit í kaupstað eða að sjónum, er það, að þar þykir auð- veldara fyrir efnalitla að stofna heimili, bygð á sjósókn eða daglaunavinnu sem aðal atvinnu. En í sveit þarf ætíð nokkur efni til að geta fengið jörð og reist bú. Það krefur því fremur fyrirhyggju og samhaldssemi. Við flesta daglaunavinnu í kaupstað, er atvinnu- fyrirhyggjan litil önnur en að útvega sér aðgang að vinnunni, og störfin ílest fábreytt. Fyrirhyggjan hvílir mest á atvinnuveitendum og aðstoðarmönnum þeirra, en þeir eru minstur hlufi fjöldans. Þar af leiðir, að verkmannalífið i kaupstöðunum er ekki eins útliðandi og þroskandi fyrir mannsandann eða sálarkraftana, eins og sveitalífsstarfsemin, sem vegna margbreytni sinnar kref- Ei'tir 10 ára aldur sat eg hjá ám ýmist einn eða með yngra barni; vóru þó ærnar 120—130. Hufði eg þá beztan tíma til að lnsa, og las þær bækur, sem eg komst yfir,

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.