Félagsrit - 01.01.1915, Síða 11

Félagsrit - 01.01.1915, Síða 11
11 hann getur nærri, finnur á sér, hvernig ])eir muni hafa hagaS ferð, og leitar þess vegna skynsamlega, o. s. frv. En ekkert slíkt vinst nerna með margháttaðri sálará- reynzlu, og tækifærin til þess eru fleiri í sveitalífinu en kaupstaðanna. Þannig er með það að rata í dimmviðr- um, bæði á landi og sjó; að finna og velja vöð á vatns- föllum o. m. fl. þvílíkt. Þá er einnig ýmislegt við sveitavinnuna sem heimt- ar mikla líkamlega þrekraun og margháttaðri, heldur en við flesta daglaunavinnu í kaupstað og iðnaðarvinnu. Sama átti sér stað meðan sjór einungis var stundaður á opnum skipum; barningarnir stæltu vöðvana. En á vélbátum, þilskipum og dræglum (trawlers) þurfa sjó- menn varla að kunna „áralagið“. Ræðara-íþróttin týn- ist nema róðraræfingar sé stundaðar sérstaklega. Mörg sveitavinna þarf að ganga fljótt og krefur því kapps og dugnaðar. Svo er um heyskap og fleira. Því er oft gerður munur á kaupgjaldi eftir dugnaði manna, og vinnuveitendur, sem venjulega eru sjálfir með að vinriunni, taka dugnaðarlaunin í auknum afla. En við daglaunavinnu i kaupstöðum er sjaldan gerður verulegur munur manna í kaupgjaldi, og dregur það úr dugnað- armönnunum. Þar er því sjaldan unnið með snerpu, enda er atvinnan því drýgri, þess lengur sem verkið treinist. Við heyskaparvinnu er hreyfingin margvísleg, og er hún þvi flestum holl líkamsæfing og talsverð þrekraun oft. Sama á sér stað um gegningastörf á vetrum, fjárgæzlustörf (fráfærur, haustgöngur o. fl.), ferðalög o. s. frv. I sveitinni þarf ekki að „dansa á balli“ til að svitna; það fæst daglega við nauðsynleg störf. Sveitalífið er kjarni pjóðlífsins á landi hér, eins

x

Félagsrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.