Félagsrit - 01.01.1915, Page 16

Félagsrit - 01.01.1915, Page 16
ab hér byggju skrœlingjar, eða dáðlaus jijóð á mjftg lágu menningarsligi, eins og eðlilegt ér; því „af ávöxt- unum mátti hana þekkja“ að þessii; óhræsis-ástand vör- unnar var — og er að sumu leyti enn— vitnisburður sá, er landsmenn birta um sig hjá öðrum þjóðum. Og lélegar vörur ganga ætíð lágu verði. Sá, sem lætur frá sér illa vöru, er á útlendan markað fer, gerir með því þjóð sinni skaða og skömm. Meðal ókosta kaupmannaverzlunarinnar er það, hve litla hvöt hún gefur til vöruvöndunar. Vegna ]>ess að mikið af vörunni er illa á sig komið, er hún öll í litlu áliti, og því í lágu verði, og sökum þess hve misjöfn hver vörutegund er, sem þeir síðan verða að selja í heild, verður að miða við heildina sem lélega, og er því lítill verðmunar gerður i innkaupi, þó betra sé innanum, eða frá sumum bændum. Og þá finst þeim ekki borga sig að vanda vöru sína betur en aðrir. Kaupmenn á- ætla sér arðinn af verzluninni með vöruna, miðað við heildina, og „gefa“ að eins meira eða minna fyrir hana eftir því, sem þeir gera ráð fyrir að heildin verði. Ef t. d. milliliðurinn niilli framleiðanda og notanda, kaup- maðurinn, áætlar sér 25 aura hag af ullartvípundi (kgr.) og 15 aura í kostnað, og býst við að geta selt hana á kr. 2,20, af því hún sé sæmilega verkuð, þá „gefur“ hann bændum kr. 1,80 fyrir kgr., en búist hann við að selja hana á 1,80 af því hún sé illa verkuð, þá „gefur“ hann bændum kr. 1,40 fyrir kgr. eða þeim mun minna sem hún selst lægra að frádregnum kostnaði og kaup- mannshag. Bændur gjalda því þess að varan er léleg, en kaupmönnum má á sama standa. Þeir reikna sér sama frádráttinn frá verðinu, hvort sem það er hærra eða lægra. Hvatirnar lil vöruvöndunar korna þess vegna

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.