Félagsrit - 01.01.1915, Síða 22

Félagsrit - 01.01.1915, Síða 22
22 Ef við höfum sjávarafla að selja, þá eigum við ekki að fá hann í hendur kaupmönnum hér, í Noregi eða Dan- mörku o. s. frv., fyrir það verð, er þeir vilja „gefa“, og láta þá svo hafa atvinnu við að flytja hann til Spán- ar; Italíu eða annað, og selja þar þeim er kaupa hann til neyzlu, heldur eigum við að selja hann sjálfir Spán- verjum eða öðrum, og kappkosta að verka hann svo, að hann seljist hæzta verði sem slík vara getur gengið þar. Á sama hátt aðrar vörnr, sem hér eru framleidd- ar t. d. smjör, ull, kjöt, dún o. s. frv. Þær eigum við að selja í því landi, sem þær þarf að kaupa og nota, og hafa þær í því ástandi, að betri vörur samskonar sé ekki unt fyrir þá að fá, sem nota þurfa, og við þess vegna fáum fyrir þær hæzta verð sem kostur er. Jafn- framt eigum við að kaupa sjálfir beint frá þeim lönd- um, þar sem vörurnar eru framleiddar, eða frá fram- leiðendum sjálfum, þær vörur er við þurfum að kaupa, og annast flutningana sjálfir, nema þeir færi okkur sín- ar vörur og sæki til okkar. En það getur orðið á víxl, sé samskonar viðskiftafélagsskapur til í báðum löndunum; flutningurinn eykur atvinnu fyrir það félagið, sem hann annast, en flutningatækin eru í raun og veru aðeins framleiðsluverkfæri. Þau mega ekki vera milli- liðir, er gleipi að óeðlilega miklu leyti arðinn af fram- leiðslunni. Flutningsgjaldið má ekki vera hærra en það í raun og veru kostar, að flytja vörurnar. Flutninga- tækin þurfa því, svo fljótt sem unt er, að verða eign samvinnufélaganna. Annars geta þau orðið féflett á flutningunum. — Flest núverandi llutningatækjafélög eru „kaupmenn“. En fyr er bati en albati, og þó ekki sé alt fengið í byrjun, má ekki setja það fyrir sig. Sé ferðin ekki byrjuð, næst aldrei takmarkið.

x

Félagsrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.