Félagsrit - 01.01.1915, Síða 26

Félagsrit - 01.01.1915, Síða 26
26 hverri vörutegund í þann flokk, sem hún heyrir til, eftir eðli sínu og gæðum. Og þar sem hver framleiðandi eða seljandi vöru fær fyrir hana það verð, sem hún í raun og veru selst fyrir á heimsmarkaðinum, að frá- dregnum reikningslega sönnuðum kostnaði við að koma henni þangað, og i því ástandi, sem kaupendur krefja, þá verður það eðlileg hagsmunahvöt, sem leiðir eða knýr hvern mann til að hafa vöruna sem bezta, svo hún geti náð sem hæztu verði. Óboðlega vöru er ekki til neins að sýna; hún er ekki tæk. Því það er markmið félags- ins að vinna það álit, að það haíi aðeins góðar vörur að bjóða, og að kaupendur megi reiða sig á, að varan sé það sem hún er sögð. Áreiðanlegleiki i fylsta skiln- ingi er það sem aflar trausts í viðskiftum, og fyrir það ná vörurnar bezta gengi, sinnar tegundar, eru keyptar hæztu verði. Af þessu leiðir það, að félagsmenn snúa allri sinni hugsun í viðskiftum að þvi, að geta framleitt svo góða vöru sem þeim er mögulegt, og varast alt sem áliti hennar gæli hnekt, svo að kaupendur sækist eftir henni og borgi háu verði. Að þessu styður stjórn félagsins og starfsmenn þess. Engin freisting er til að koma illri vöru út sem góðri, því það kemur þeim, er það vildu reyna, sjálfum i koll. Annað hvort verður hann að fara með slíka vöru heim aftur, eða, ef gallarnir leynast starfsmönnum félagsins, en koma í Ijós hjá kaupanda, þá er séð um að það sjáist, hver valdur er að óvendn- inni, og fær hann að borga margfaldar bætur. í Samvinnufélögum Dana er það haft svo, að sú vara sem send er í sama ástandi, sem hún er i við móttöku frá félagsmanni (i stykkjum), er merkt (stimpl-

x

Félagsrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.