Félagsrit - 01.01.1915, Page 28

Félagsrit - 01.01.1915, Page 28
28 sem náS hafa skilningi á og fengið æfing i samvinnufélags- skap í viðskiftum, fara að beita allri hugsun og starfi sínu að því, að vera vammlausir í pessu, og það æfir hina betri krafta sálarlífsins, verður jafnframt hollur skóli fyrir börnin, og hefur þannig hin víðtækustu áhrif til mannkostaeflingar. Það segir sig sjálft, að fækkun milliliðanna eða út- rýming þeirra, ómegðarléttirinn, hefur einnig stórfeld áhrif á tekjuauka af framleiðslu-atvinnu. Bændur verða þá færir um að auka framleiðsluna, rækta og byggja land- ið, geta borgað verkamönnum hærra kaup, og lifað áhyggjuminna og sælla lífi. Félögin eignast sjálf vöru- hús sín og áhöld, er þurfa til að reka verzlunina, í slað þess að áður lögðu bændurnir fram féð handa öðrum til að byggja hús fyrir sjálfa sig. — Og siðast en ekki sízt: félagsmenw læra og æfast í að vera í félagi, vinna saman í bróðerni að sinni og annara velfarnan, og hlut- takan í reglubundnum félagsskap æfir alla í að taka þátt í stjórn og eftirliti félagsmálefnanna, bera traust til sinna beztu manna, og láta að stjórn þeirra, er þeir sjálíir hafa valið til þess, og sýna sig traustsins verða. En það kappkosta allir félagsmenn að gera; því glötun trausts að sjálfráðu í slíkum félagsskap er sama sem sjálfsmorð. Sá, sem fyrir því verður, er ekki lengur til sem maður. Kaupmenskan leiðir til sálarsýkingar og örbyrgðar hjá fjölda fólksins, en samvinnufélagsskapurinn eflir sálarheilbrigði og almenna velmegun.

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.