Félagsrit - 01.01.1915, Side 31

Félagsrit - 01.01.1915, Side 31
íelag Suðurlands o. s. frv- „Samband íslenzkra sattl- vinnufélaga“ er einnig stofnað og heldur úti tímariti, er margt gott hefur birzt í. En í sambandiS eru ekki nærri öll samvinnufélög landsins gengin enn. Það getur með tímanum lagast. Meðal sjávaraflamanna og í kaupstöðunum ber lítið á viðleitni til slíks félagsskapar enn. Er ])ó fiskurinn sú af framleiðsluvörum landsins, sem einna mest munar um. Sjómennirnir virðast vera rólegir með að lands- stjórnin skipi matsmeim fyrir vörur þeirra, er landssjóð- ur borgar launin, og kaupmenn hirði síðan rjómann af erfiði þeirra. Þeir, sem fiskinn draga úr sjónum, hafa enn litlar beinar hvatir til að vanda vinnu sína; eru llestir kaupamenn hjá þeim sem skipin gera út, í stað þess að þeir ættu sjálíir að eiga skipin og allan aflann, hirða hann eða láta hirða, verzla með hann og kanpa allar sínar nauðsynjar, alt í samvinnufélagsskap. Þá mundi atvinnan verða þeim drýgri. — Máske „hið ís- Ienzka íiskifélag“ fari að sinna þessu? Fyrsta samvinnufélagið stofnuðu nokkrir fátækir verkamenn i kaupstað eða borg (á Englandi), til að kaupa nauðsynjar heimila sinna. Og hvergi virðist hæg- ara að koma þeim við en í kaupstöðum, þar sem félags- menn búa allir á litlum bletti. En i kaupstöðunum hér á landi ber enn lítið á vakning í þá átt. Eða hafi slíkt verið reynt, hefur þar, ekki síður en i sveitunum, alt strandað á fornu skerjunum, „hinum ganila Adam“ — sem ekki kann við sig í „Paradís“.

x

Félagsrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.