Félagsrit - 01.01.1915, Page 32

Félagsrit - 01.01.1915, Page 32
8. Sláturfélag Suðurlands. Verulegasta samvinnufélagiS, sem stofnað hefir verið á landi hér, mun vera Sf. Sl. Það tekur yíir stærst svæði: V.-Skaftaf., Rangárv., Árness., Kjósar- og Gullbr., Borgar- fj., Mýra og Hnappadals-sýslur. — Margt af því, sem hér verður sagt um þann félagsskap og hluttöku manna í honum, á einnig við um öll viðskifta-samvinnufélög, þó Sf. Sl. sé hér eitt gert að umræðuefni. Áður en félag þetta komst á stofn, var sláturfén- aðarverzlun Sunnlendinga þannig háttað, að bændur ráku fénaðinn reglulaust til kaupstaðanna, einkum til Reykja- víkur, og buðu hann þar. Flæktust menn með fjárhóp- ana til og frá um bæinn, og áttu hvergi vísan stað. Vildi oft svo til, að fjöldi rekstra barst að á sama tíma. Var ekki sjaldgæft að bændur voru fram undir viku- tíma að þvælast með féð í bænum og kring um hann, hungrað og hrjáð í haustveðrunum. Að lokum gustuk- aði einhver kaupmannanna sig yfir fólk og fé, og keypti hópana fyrir það verð, sem hann bjóst við að hefðist upp úr kindakroppunum á sínum tíma, stunduni jafn- vel minna. Keyptu kaupmenn þannig oft meira í einu en þeir gátu slálrað og selt jafnóðum. Varð þá að koma fénu fyrir í geymslu á bæum í nágrenninu, og ]>ar var það að ]>vælast og megrast niður vikum eða mánuðum saman. En alt var þetta á kostnað seljend- anna; ]>ví fyrir öllum þessum afföllum og meiru lil gerði kaupmaðurinn ráð, þá er hann keypti. Fyrir kom það að verið var að slátra þessu geymslufé fratn undir jól, t. d. haustið 1905, árið áður en stofnun Sf. fyrst var hreyft; þá kom um 10,000 fjár til Rvíkur á einni viku í byrjun október. Verðið var þá þriðjungi til helm-

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.