Félagsrit - 01.01.1915, Page 33

Félagsrit - 01.01.1915, Page 33
Ingi lægra en það hefir verið þessi árin, sem Sf. Sl. hefur starfað1). Sala nautgripa var á þeim tíma engu glæsilegri. Verðið var afar-óábyggilegt og misjafnt, oft- ast mjög lágt; vóru stundum með öllu óseljanlegir. Þar, sem fé var keypt til að flytja afurðir þess úr landi, var meðferð þeirra hinn versta, og vörurnar þar af leiðandi í óáliti og litlu gildi; seldust því lágu verði. Kaupmenn gerðu ekkert til að bæta úr þessu. Var sumt af vörunum ekki hirt og talið einkis virði, svo sem garnirnar. En síðan Sf. Sl. tók til starfa hefur sú vara ein borgað laun forst^órans og stjórnarkostnað félagsins, stundum meira. Stofnun Sf. Sl. var undirbúin af 8 fulltrúum úr 6 sýslum, á fundi í Reykjavík, 26.—30. marz 1906. Árið eftir var félagið stofnað, og tók til starfa þá um haustið (1907), í sláturhúsinu í Rvík, er bygt hafði verið um sumarið. Næsta ár var einnig bygt sláturhús í Borgar- nesi. Hafa byggingar þessar á báðum stöðum síðan verið auknar og endurbættar. Hefur félagið nú eignast í byggingarlóðum, húsum, bryggjum, vélum, áhöldum o. þvíl., eftir tilkostnaði (í árslok 1914) kr. 170,434,79 Varasjóð................— 13,022,39 Eimskipafél. hluti . . . — 2,000,00 = 185,457,18 1) Bóndi úr Borgarfirði hefur sagt mér, að þá liafi hann í tvo daga verið að leita9t við að selja hóp af 2—3 velra sauð- um frá einni beztu sauðjörð þar, boðið þá á 10 — 11 kr. en eng- inn vildi kuupa. Loks lánaði hann kaupmanni sauðina fyrir þettu verð. Snmskonar suuðir frá suma hœ lögðu sig nú í haust (1915) á 30 — 40 kr. i sláturfélaginu. 3

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.