Félagsrit - 01.01.1915, Side 37

Félagsrit - 01.01.1915, Side 37
37 7. gr. „Skuldbundinn er hver félagsmaður til að skifta við sláturhús félagsins með alt sauðfé og naut- gripi, er hann selur til slátrunar, og þangað er unt að koma. Undanþegnir ákvæði þessu eru þó félagsmenn, er búa austan Jökulsár á Sólheimasandi, að því er snertir mylkar ær, fráfærð lömb og fullorðna hrúta, sé það fé ekki selt til Reykjavíkur. — Sjúkar skepnur má eigi flytja til sláturhúsa félagsins. Félagsmönnum er heimilt að borga verkamönnum sínum með sláturfé. — Sala sláturfénaðar til annara félagsmanna er heimil. Félagsmaður, er flytur vist- eða búferlum úr félags- svæðinu, er laus við skyldu þá, að skifta við sláturhús félagsins. Brot gegn ákvæðum greinar þessarar, fyrstu máls- grein, varða sektum, 5 kr. fyrir sauðkind hverja og 25 krónum fyrir nautgrip hvern, er félagsmaður selur utan- félagsmanni, sem kaupir fénað til slátrunar í Reykjavík, eða sem verzlar með sláturfénað eða afurðir hans“. 9. gr. „Deildarstjóri hefir á hendi stjórn og fram- kvæmd sláturfélagsmálefna í deild sinni: boðar til funda og stjórnar þeim, gerir áætlanir um tölu sauðfjár, er deildin muni selja haust hvert, og nautgripa (og sauð- fjár) á öðrum tímum árs, ef unt er, og sendir þær til forstjóra fyrir þann lima, er hann til tekur, annast um fjárrekstur o. fl., samkvæmt nánari ákvörðunum félags- stjórnarinnar“. 21. gr. „Fénaðartlutningi til sláturhúsanna og rekstra- merkjum skal hagað eftir fyrirskipunum, er forstjóri gefur út. (Forstöðumaður slátrunarinnar í Borgarnesi annast þetta þar í umboði forstjóra)“. Þessar greinar féla i sér skyldur félagsmanna, sem

x

Félagsrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.