Félagsrit - 01.01.1915, Síða 40

Félagsrit - 01.01.1915, Síða 40
40 sig, oftast bæði i bráð og lengd. Þetta má skýra með dæmum: Tveir verzlunareigendur eru i kauptúni. Þeir eru auðvitað keppinautar, og vill hvor um sig draga sem mesta verzlun til sín, ná sem mestri vöruveltu. Nú fær annar skip hlaðið vörum, misjafnlega útgengilegum. Hann velur úr þær vörurnar, sem auðveldast er að selja og mestan hagnað má af hafa, og býður keppi- naut sínum að taka við þeim til að verzla með þær, en lætur sina eigin verzlun fá hitt, sem minna er á að græða, eða jafnvel litlar líkur til að seljist. — Þannig hegðar sér enginn verzlunarrekandi með fullu viti, það gera aðeins sumir samvinnufélagsmennirnir okkar, lík- lega af athugaleysi eða af þvi — „þeir vita ekki hvað þeir gera“. Þegar verzlunarfélag tekur yfir jafnstórt svæði sem Sf. Sl., og um svo mikið vörumagn er að gera, sem sláturfénað af öllu þvi svæði, er ekki unt að koma því við, að hver geti komist að með vöru sína á þeim degi, er honum eða deild hans kann í alla staði að vera hag- kvæmast. Þar kemur fleira til greina; þvi fyrir fleirum getur staðið alveg eins á, og verða þá deildirnar að hlíta ráðstöfunum forstjórans, sem reynir að gæta hagsmuna allra i svo réttu hlutfalli sem unt er. Geti mönnum ekki skilist þetta og þeir felt sig við það, er ekki unt að fullnægja því atriði 2. gr. félagslaganna, að koma „reglubundnu skipulagi á flutning fénaðar að sláturhúsunum“, og getur þá öll starfsemi félagsins farið í mola. Hugsi maður sér að fyrir félagsskapinn hafi fjárverð hækkað um 3 kr. á kind, en að þeim, sem hliðra verður til um rekstrardag, sé það sama sem 25 au, kostnaðarapki eða hagnaðarrýrnun á kind, Hann

x

Félagsrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.