Félagsrit - 01.01.1915, Page 43

Félagsrit - 01.01.1915, Page 43
43 leysi sprottiS. — Um þetta segir i boðsbréfi stofnfull- trúanna: „Viöskiftaskyldan er nauSsynleg til aS tryggja fé- lagsskapinn. Ófrjálslegri er hún ekki en önnur félags- bönd, sem vér berum margvísleg án möglunar, þótt ekki höfum þau sjálfir á oss lagt til aS tryggja atvinnu vora og eigin hagsæld, eins og þetta miðar til. Vér erum ekki frjálsari nú með fjárverzlunina, heldur báðir kjör- um þeim, sem aðrir bjóða oss, og hinum margbreyti- legu dutlungum óeðlilegs viðskiftalifs“. Sá sem gengur í viðskiftafélag, eins og t. d. Sf. Sl., gerir það fyrst og fremst af eigin hvötum og frjálsum vilja. Hann er með því. að losa sig úr viðjum kaup- mannaverzlunarinnar og gerasi verzlunareigandi sjálf- ur. Til þess að þessi verzlun hans geti blómgast, og náð sem mestum þroska og krafti, verður hann að láta hana njóta að öllu leyti alls þess stuðnings, sem hann getur veitt henni. Geri hann það ekki, dregur það úr henni, og það af viðskiftunum, sem hjá öðrum lendir, eílir jafnframt mótstöðuna við verzlun hans, og eykur erfiðleika fyrir hana. Frjálsræðið er því i þessu efni sama sem að vilja hafa óbundnar hendur til að skaða sjálfan sig og samfélaga sína; og það er gert með hverjum eyri, sem félagsmaður dregur undan félags- verzluninni. Margir bændur hafa sagt sem svo: Eg vil styðja Sláturfélagið. Eg geng i það og legg fram minn skerf af stofnfé (t. d. 10 kr.), og læt það máske hafa eitthvað af kindum öðru hvoru. Að þessu ætti því að vera styrk- ur. En eg vil hafa frjálsræði til að selja annarstaðar það af fé minu sem mér sýnist. Eg hefi alla mína bú- skapartíð selt honum Jóni mági mínum í Rvík og Pétri

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.