Félagsrit - 01.01.1915, Síða 46

Félagsrit - 01.01.1915, Síða 46
46 því og nauðsynin jafn-brýn, að gera alt sem unt er til að vinna bug á þessum brestum. Þegar um félags- skaparbrestina er að ræða, þykjast þeir góðir, sem alger- lega standa utanvið félagsskapinn; þeir þykjast þó ekki vera meðal þeirra syndugu, ekki gera félagsskapnum skaða, þar sem þeir hafi aldrei verið neitt við hann riðnir. Þetta skal nú athugað. Þegar mikilsmetnir bændur í sveitinni og þeir, sem ráðdeildarorð fer af, ekki aðhyllast félagsskapinn, skaða þeir hann fyrst og fremst með fordæmi sínu. Aðrir, sem upp til þeirra lita, hugsa sem svo: „Já, eitthvað finst honum athugavert við þetta; ekki vill hann eiga við það, og er hann þó viðurkendur ráðmaður. Ekki geng eg í félagið á undan honum“.— I öðru lagi skaða utanfélagsmenn sig og aðra með því, að svifta félagið liði sínu; það verður þeim mun kraftminna og vanfær- ara til að bæta lífskjör bændanna, sem hluta hvers eins nemur, er dregur sig í hlé frá liðveizlunni. Þar á við í fylzta skilningi, að „sá sem ekki er með, hann er á móti, og sá sem ekki samansafnar með, hann sundurdreifir“; því ekki getur hjá því farið, að þessir menn efli mótspyrnuna gegn féiaginu með verzlun sinni, hvort sem þeir selja fénað sinn keppinautum þess, kaup- mönnunum, eða einstökum mönnum, sem annars yrðu að kaupa við félagið. — Verður þá afleiðingin sú í þriðja lagi, að utanfélagsmenn auka erfiðleika þá, sem félagið á við að stríða; þeir eíla samkepni við það og um leið við sjálfa sig og aðra bændur, eða mótspyrnu, sem nriðar til að halda verði á vörum þeirra niðri, draga úr hagnaði bændastéttarmanna af framleiðsluvörum þeirra, og hel'ta framför landbúnaðarins. Utanfélags- menn eru i raun og veru að slyðja að viðhaldi kaup-

x

Félagsrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.