Félagsrit - 01.01.1915, Side 47

Félagsrit - 01.01.1915, Side 47
47 menskunnar, sem er skaðlegasta átumein þjóðfé- lagsins. Það er því í sjálfu sér mjög Iítill munur á utanfélags- manni og félagsbrjót. BáSir skaöa samvinnnfélagsskap- inn. og þar með'þjóðfélagið, með dæmi sínu, liðsemdar- svifting og mótstöðuefling. Og þeir vinna venjulega ekki einusinni stundarhagnað fyrir sjálfa sig við þetta, þó þeir einmitt séu að reyna til þess. Þvi þótt svo virðist í ftjótu bragði skoðað, að þeir beri eins mikið úr býtum utanfélags, þá er víst að þeir, og vitanlega aðrir þá lika, hefðu haginn meiri ef allir legðust á eitt, allir efldu félagið; þá yrði því vísari markaður fyrir vörur sinar, og útgjöldin minni á öllum, eftir þvi sem vöru- veltan vœri meiri, og vissari hagur fyrir alla þar af leiðandi. Þetta œttu allir að geta skilið. Mesti voðinn sem yfir vofir af völdum félagsleys- ingjanna er þó það, að þeir vinna að eyðilegging félags- skaparins og allra þeirra hagsmuna, sem af honum má hafa. Því fleiri sem draga sig út úr, þess færri og minna vörumagn verður í félaginu til að bera útgjöld þess, en þau geta ekki minkað að sama skapi. Gæti svo farið, að fyrir það bæru félagsmenn minna úr být- um, og yrði að leggja félagið niður vegna þess. En hvar standa bændur þá? Ekkert getur unnið á félags- skapnum, sé hann almennur. En „sundraðir stönd- um við höllum fæti, eins og verið hefur, eða föllum. Sameinaðir getum við staðið föstum fótum11. — Ein- ungis bændur geta drepið félagið. Að því eru félags- leysingjarnir að vinna. En liklega flestir í athugaleysi. Freistingar skortir ekki. Fyrst og fremst fortölur kaupmenskufólksins, sem fjöldinn trúir bezt, liklega af því bragðið að þeim er það sem rnenn eru vanir, en að

x

Félagsrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.