Félagsrit - 01.01.1915, Síða 51

Félagsrit - 01.01.1915, Síða 51
B1 Árlegur skattur hvers meðalbónda í þann sjóÖ mun vera að minsta kosti 200—300 kr.; 30 bændur borga þá til samans 6000—9000 kr. í kaupmenskuskatt á ári hverju. Þetta getum vid, og viljum ekki leggja á okkur félags- bönd, til að Iosna við þenna skatt. Svo dýru verði kaupum við þetta frelsi! — En hið sanna er, að félags- skaparböndin, sem sumum finst óþolandi ófrelsi, eru eina ráðið fyrir okkur til að losna úr ánauð kaupmensk- unnar, verða efnalega sjálfstæðir, — frjálsir. Þess eru því miður of mörg dæmi, að félagsbænd- ur bafa látið sonu sína eigna sér og verzla með fénað- aðinn og afurðir hans við kaupmenn, eða bændurnir eigna börnum sínum og hjúum það, sem þeir verzla með utan hjá félaginu. En hvað hugsa þeir feður, sem þannig nota börn sín til blóra? Á þetta er varla bægt að minnast án klökkva. Með því eru feðurnir — auð- vitað í athugaleysi — að sá fræi til ódygða, allskonar viðskiftasynda og lasta, í bugskot barna sinna. P’yrir þesskonar áhrif og tilstilli föðursins, getur ef til vill svo farið, að einbver sonurinn leiðist að Iokum út á glæpa- braut; því oft er „mjór mikils vísir“. Eðlilegra væri, og hollara til siðferðisþroskunar, að húsbændur hvettu hjú sín og börn til að gerast félagsmenn, eða þá legðu sölufénað þessa búlausa heimilisfólks síns inn i félags- verzlunina i sérreikning, undir sinu nafni — eins og þeir gera, sem hjálpa þannig utanfólagsmönnum í nauð; það ])arf engum ruglingi að valda. Hið eina skynsamlega og rétta, það sem allir, er sláturfénað eða afurðir hans þurfa að selja, eiga að vera samtaka um að gera, er ad loka félags- svœðinu algerlega fyrir allri kaupmannaverslun með slíkar vörur. Það er nú auðvelt með sláturfélags- 4'

x

Félagsrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.