Félagsrit - 01.01.1915, Side 63

Félagsrit - 01.01.1915, Side 63
m o. fl. endurbætur á lóðinni, eldvarnarskáp steinstevptatt, til geymslu peninga, bóka og skjala, m. fl. umbótum, sem nauðsyn var á, áhalda-aukning, umboðsmenskan ytra, úttekt sláturhússins (eftir árs reynslu), niðurröðun rekstra og ákvörðun verðlags (á hverju haustit. Fjár- málin vóru þá erfið og tafsöm, eins og þessar funda- gerðir sýna: 4. ágúst. ... „fann B. B. ráðherra að máli til að fá vitneskju um hvort unt væri að viðlagasjóður Isl. gæti, ef þörf krefði, hlaupið undir bagga með félaginu með lán til reksturs í haust .... Ekkert ákveðið loforð gefið“. — 26. okt. „Ný tilraun gerð til að fá reksturs- peninga hjá bönkunum. er að lokum tókst á þann hátt að Landsbankinn ábyrgist greiðslu fjársins til Isl. banka, er lánar peningana. Ábyrgðir deildanna fær Landsbank- inn að tryggingu, ásamt Jnöfnum frkvnefndarmanna. Þannig fást 35,000 kr. til febr. loka“. — 14. desember. „Eftir ósk forstjóra mætti B. B. í dag, útaf því, að 5000 kr. víxill féll til útborgunar, en óvíst um að greiddur yrði; en úr því rættist, af því símskeyti i dag skýrði frá innborgun Larsens í Landmandsbanken i Khöfn. Fékst því seld ávísun á Larsen í ísl. banka (ekki í Landsb.!) og var víxillinn þar með greiddur“. — Á síðasta fundi, 28. des., krafðist frkvn. auka-stjórnarfundar. Árið 1909 eru 18 fundir bókaðir. Þar er þess meðal annars getið, að 2. marz fengu þeir B. B. og H. Th., upp á sin nöfn ein, 6000 kr. víxillán hjá Landsb., til að geta Iokið skuldinni hjá ísl. banka. Um vorið varð enn að leita láns til að geta borgað eftirstöðvar fjárverðs. Tókst það um stuttann tíma gegn ábyrgðum og 2. veðrétti í eign félagsins. Slöfuðu þessir peninga-

x

Félagsrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.