Félagsrit - 01.01.1915, Side 67

Félagsrit - 01.01.1915, Side 67
skiíti, sem vörusending frá fél. hefur mishepnast. Tíl nota var kjöliS óskemt. — Margt ómak og umstang hefur frkvn. haft í þarfir félagsins aðra daga en þá, sem fundir eru bókaðir. Á henni hafa aðal-stjórnarstörfm hvílt. Þvi auk þess sem henni hefur verið falin framkvæmd margs, sem fyrir aðalfundum hefur legið, koma sífelt tyrir verkefni, sem hún verður að annast milli funda. Laun nefndarmanna hafa verið einar 4 kr. þá daga, sem bókað er um — og svo auðvitað þakkirnar. En bezt mundu þeir, er mest hafa starfað fyrir samvinnufélagsskapinn, telja sér launað með því, að bændur aðhyltust hann alment og reyndust honum trúir, en það er jafnframt bezti greiði, sem þeir geta gert sjálfum sér og þjóðfélaginu. 3. Starfsemis-ylh’lit. Félagsstarfsemin er samandregin í nokkrum tölum i starfssjánni (bls. 68). Um stofnkostnaðinn er að athuga: 1907. Keypt lóðin í Reykjavik, (kr. 21,627,25), vestri hluti sláturhússins bygður, vatnsból, áhöld o. fl. (I fyrstu þótti sumum lóðin ráðlauslega stór, en nú er komið í Ijós, að svo er ekki). — 1908. Bygður eystri hl. húsins í Rv., vegur og sléttar, og húsið í Bn., áhöld þar, m. m. — 1909. Bryggja og sjógarður, ýmsar um- bætur á húsunum, vöruskýli í Bn., áhöld o. fl. — 1910 Aukin loftrás og birta í húsunum, aukin lóð i Bn., á- höld o. fl. — 1911. Aukið húsið í Bn. (kr. 3546,28) m. m. — 1912. Viðhald og aukning húsa og áhalda. — 1913. Kælihúsið með vélum, leiðslum og mótor, o. fl. (kr. 54,660,33) og svo viðhald og umbætur húsa,

x

Félagsrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.