Félagsrit - 01.01.1915, Page 71

Félagsrit - 01.01.1915, Page 71
71 er eigi skift enn; og búast niá við að þetta tapist að miklu leyti. En fél. hefir samt grætt mikið á honum, því hann kynnti og úlbreiddi vörur þess með dugnaði, og gaf margar góðar bendingar um endurbætur á frá- gangi, umbúðum o. fl. Hann átti mestan þátt í að koma álitsorði á fél. og vörur þess. — Kjöt frá Vík 1913 komst eigi út vegna ótíðar og brima fyr en um vorið, lenti þá í twtatíð ytra, og þótti afkeimur (,,súr“-lykt) úr sumum tunnunum og fékst þvi ekki selt. Frkvn. lét því flytja það hingað aftur, og seldist meiri hluti þess affalla-lítið, en sumt með talsverðum afföllum, (sbr. bls. 66—67 að framan). — Önnur töp eru ekki teljandi, og í svo stóru félagi með svona mikilli vöruveltu gætir þessa mjög lítið. Enginn hefur orðið var við það, sem rýrnun á tékjum sinum. — Eitt lánsmerki félagsins er það, að því i byrjun auðnaðist að fá samvizkusaman reglumann fyrir forstjóra. Hann hefir rækt sína vanda- sömu stöðu með sóma. Það, að félagið hefir verið svo lánsamt, sem raun er á orðin, þegur á heildina er titið, gefur von um, að þvi muni einnig lánast að uppræta meinsemdirnar hið innra: félagslyndisbresti og viðskifta- ótrygð fólksins. — Takist það, þá er víst að bændur sjá sœlli tíð. 4. Bemlingar. Eins og dstarfssjáin sýnir er það ótrúlega fátt af nautpeningi, sem félagið hefur verzlað með. Það er vitanlegt, að margt nauta hefir vilzt aðrar leiðir, enda hafa nokkrir (a. m. k. 3—4, þar af 2 útlendir) kaup- menn í Rv. lifað á nautaverzlun þessi starfsár félags-

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.