Félagsrit - 01.01.1915, Síða 73

Félagsrit - 01.01.1915, Síða 73
73 ákveðið rekstrarkaup fyrir kind. En keupendur taka óákveðið rekstrarkaup og ágóða að auki. Þess gæta seljendur sjaldan. Og við þetta losuðust þeir við freist- ing til að brjóta félagsskapinn, sér og honum til spill- ingar. — Það ætti að vera hlutverk deildarstjóra að sjá um framkvæmd á þessu á hverju hausti. Dæmi eru til þess, að einstakir menn hafa getað selt fé hærra verði á fæti, en í þvi lá, eftir gangverði afurðanna; og þá hafa kaupendur skaðast. Þeir selj- endur eru til, sem þykir sú verzlun góð. En það er óheilbrigð verzlun og óvaranleg ; af henni leiðir ekki at- vinnuframför, heldur spilling í hugsunarhætti. Það er auðvitað sterk freisting til að selja, þegar boðið er — eins og átti sér stað í haust (1915) — 5—6 kr. hærra verð tyrir hverja kind, en hún „leggur sig“; og við slíkt er ilt að ráða — meðan hinir betri eiginleikar manna ekki hafa náð yfirtökum. Og þessi dæmi eru fá og sjald- gjæf, sem betur fer. — Góðir menn með heilbrigða hugsun nota sér ekki þó slíkt tœkifæri bjóðist, sízt til að brjóta atvinnuverndunarfélagsskap sinn.

x

Félagsrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.