Félagsrit - 01.01.1915, Side 74
III.
Sögulegt yfirlit.
1. TJndirbúningur, m. m.
Fyrstu tildrög að stofnun Sf. Sl. voru þau, að
Bogi Th. Melsteð bauð mönnum í Árness- og Rangár.
vallasýslu til að hlýða á fyrirlestur um samvinnufjelags-
skap, síðasta sunnudag í júlí 1905. Eftir fyrirlesturinn
var málefnið rætt, og að lokum eftir tillögu Boga, kosin
þriggja manna nefnd til að gangast fyrir einhverskonar
samvinnufélagsstofnun. Kosningu hlutu þeir Ágúst
Helgason i Birtingaholti, Eggert Benediktsson í Laugar-
dælum og Sigurður Guðmundsson í Helli (nú á Selalæk).
Um haustið komu þeir saman í Laugardælum til að
ráðgast um hvað gera skyldi. Varb niðurstaðan sú, að
brýnust væri þörfin fyrir að bændur tækju i sínar hend-
ur sláturfénaðarverzlunina. Félög voru þá til víða um
Iand, sem önnuðust innkaup á vörum, en hvergi á land-
inu sameignarsláturhús; og fénaðarverzlunin þá hin hrak-
legasta, eins og fyr er um getið í riti þessu, og fundu
þá allir hve mjög það krepti að kjörum bænda.
Hugsun neftidarmanna var sú, að takast mætti að mynda
öflugt félag, með því að ná saman í eitt öllum fénaðar'