Félagsrit - 01.01.1915, Side 75

Félagsrit - 01.01.1915, Side 75
75 framleiðendum milli Skeiðarársands og Snæfellsjökuls, og byggja myndarlegt sameignarhús í Reykjavík til að slátra í og útbúa vörurnar. Skrifuðu þá nefndarmenn ýmsum mönnum i sýslunum á svæði þessu, og mæltust til að kosnir yrðu fulltrúar fyrir sýslurnar, til að ráðg- ast um og undirbúa stofnun slíks félags. Var þessu vel tekið af flestum, og kosnir urðu fulltrúar. Vóru þeir kvaddir til fundar i Rvik. 26. marz 1906. Þessir sóttu fundinn: 1. Ágúst Helgason, bóndi, Birtingaholti, fyrir Ár- nesssýslu, 2. Björn Bjarnarson, bóndi, Grafarholti, f. Kjósar- sýslu, 3. Guðmundur Ólafsson, bóndi, Lundum, f. Mýra- sýslu, 4. Jón Björnsson, Bæ, f. Borgarfjarðarsýslu, 5. Páll Ólafsson, bóndi, Heiði, f. Vestur-Skafta- fellssýslu, 6. Sigurður Guðmundsson, bóndi, Helli, f. Rang- árvalíasýslu, 7. Vigfús Guðmundsson, bóndi, Haga, f. Árness- sýslu og 8. Þórður Guðmundsson, hóndi, Hala, f. Rangár- vallasýslu. Á þessum fundi var ákveðið fyrirkomulag félags- skaparins, samið frumvarp til félagslaga, valinn staður fyrir sláturhús í Rv. og lóðin föstnuð væntanlegu félagi. Var unnið kappsamlega að öllum þessum undirbúningi m. fl. í 5 daga og síðan gefinn út ritlingur með fundar- gerðinni, frumvarpinu og aths. til skýringar. Á gerðum þessa fundar var stofnun félagsins grundvölluð. En fullnaðar-ákvörðun um að stofna félagið var tekin á

x

Félagsrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.