Félagsrit - 01.01.1915, Side 79

Félagsrit - 01.01.1915, Side 79
félagsins er þa<5 ekki formaður ne forsljóri, sem kveður á um innlausn stofnbréfa, heldur stjórnin öll á aðalfundi. Stofnbréfm eru trygð bœði með sameiginlegri ábyrgð allra félagsmanna og með eignum félagsins, sem eru miklu meira virði en allar skuldir J)ess, að stofnfénu meðtöldu, svo verðbréf geta varla verið betur trygð. Ef þau væru ætluð til að ganga kaujtum og sölum, ætti gangverð þeirra að vera a. m. k. þriðjungi liærra en nafnverðið, eða 10 kr. bréf að seljast á 15 kr., miðað við vexti af þeim gagnvart sparisjóðsvöxtum, og hve fasteignir Jrær, er bak við þau standa, hafa nú hækkað í verði. Og öllum er nú borgað 6°/0 í vexti af þeim; það hafði þessi félagsmaður, eins og aðrir, fengið næst- liðin 2 ór (áður 5°/0). Skyldu margir félagsnienn vera svo „vel að sér“ í félagsfræðunum, eins og þessi? Ef svo væri, eða meðan svo er, er ekki við góðu að búast. — Hugsunin með útgáfu rits þessa er meðal annars sú, að fræða um þessi efni, og korna þeirri fræðslu til allra á félagssvæðinu, er sláturfénað fram- leiða, eins þeirra, sem sjaldan eða aldrei sækja deilda- fundi, eða eru sér úti um fræðslu um félagsskapinn á annan hátt. Því fyrsta skilyrðið fyrir pví, að geta verið góður félagsmaður, er að þekkja og skilja fé- lagsskapinn til fulls. Þegar það er fengið verða allir samtaka. Og máttugasta framkvœmda-aflið í jarðheimi er samtaka kraftur fólksins.

x

Félagsrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.