Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 16

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 16
aðhyllist. All og sumt sem krafist verður af félagsmönnum »Stjörnunnar í austri« er, að þeir samþykki þessar sex grundvallarreglur, enda eru þær hin einustu bönd sem tengja alla einstaklinga bræðralagsins saman í öllum löndum. I3ar næst ber þess að gæta, að samfara hinu fullkomna trúar- og skoðanafrelsi, sem þegar hefur verið tekið fram, er alt hið ytra skipulag bræðralagsins frjálst og óháð. Félagsmenn vorir i hverju Iandi eru sérstök og sjálfstæð deild út af fyrir sig, og hafa fulltrúa og ritara, sem ráða hvernig haga skuli slarfsemi félagsins út á við, eftir því sem þeir sjá að hezt muni henta í því og því landi eða bygðar- lagi, þar sem þeir eiga heima. I’að hlýtur lika að liggja í augum uppi, að hver félagsdeild verður að hafa frjálsar hendur, þar sem félagið í heild sinni hlýtur að eiga við svo margvisleg skilyrði og erfiðleika að búa. Hvert land hefur sin trúarbrögð og sín vandamál. Þar af leiðandi þarf sina hverja aðferð og úrræði í hverju landi. ()g þegar hinn mikli leiðtogi kemur, mun hann taka tillit til þess. Hann mun því ekki fræða alla á einn veg, því þótt fræðsluatriði hans verði alstaðar ein og hin sömu, þá kemst hann ekki hjá því að sníða hinn ytri húning þeirra eftir hinum ýmsu þörfum og þroskastigum þeirra, sem hann fræðir í það og það skifti. Þar af leiðandi er æskilegt að fylgja hinni sömu reglu i félagsskap þeim, sem leitast við að undirbúa komu lians. Hverjum félagsmanni vorum verður að vera það Ijóst, að honum er alveg frjálst að undirbúa komu leiðtogans með hverjum þeim hætti, sem hann álítur æskilegan, svo framar- lega sem hann kemur ekki i bága við hinar sex grund- vallarreglur bræðralagsins. En þá er eftir að athuga hvernig félagsskapur með svo miklu frjálsræði og óháðum félagsdeildum getur gert sér H

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.