Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 7

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 7
löUNN] Rakel. 245 ))Þarf — ég — að — fara — á spítala?« sagði ltakel hóstandi. »Já. Já, það er betra. I5ér þurfið að fitna og verða dugleg, borða eins og hestur; ég skal láta yður hafa lyf við lystarleysinu. Ég skal skrifa nokkrar línur með yður til spítalans. Hafið þér ábyrgðarmenn?« »Pabbi hefir eitthvað af peningum og ábyrgð odd- vitans á Ströndum«. »Nú, það er faðir yðar, sem situr úti í biðstofunni?« »Já«. »Jæja, Rakel litla! IJvað eruð þér gömul?« »17 ára«. »Einmilt það, 17 ára«. Hann klappaði góðmann- lega á herðarnar á henni, og hálf-ýtti henni út á undan sér. »Eg þarf að tala við yður, maður minn«, sagði læknirinn, þegar hann kom með Rakel út í biðstofuna. »Haldið þér hún komi sig?« sagði Salómon og sneri loðhúfunni milli handanna, þar sem hann stóð á miðju skrifstofugólfinu. »Batni, meinið þér, maður minn. Það er hvergi nærri vonlaust, en slæmt, að liún kom ekki fyr; hún er slæm í öðru lunganu, og sull liefir hún i lifrinni; Rýst við að skurður sé nauðsjmlegur; en liún þarf að fitna fyrst«. »IJér halið von um, að hún komi sig — geti t>atnað?« Salómon leit hænaraugum til læknisins. »Já, auðvitað. Vonist þið hændur ekki ætíð eftir góðu vori? En er ekki hafísinn stundum á næstu nesjum?« Salómon skildi liann. Það var lílil von. »Jæja, maður minn; farið með telpuna á spítalann; eg síma þangað, það verður tekið á móti yður«. Salómon þakkaði og kvaddi. Éftir að liafa spurt ýmsa til vegar, koinu þau loks að spítalanum. Þá var Rakel að niðurlotum komin sf þreytu.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.