Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 14
252 Arnrún frá Felli: Rakel. [IÐUNN Daginn eftir jarðarförina gekk hann beim til læknisins. »Svona fór það«, sagði hann þunglega, um leið og hann settist niður. »Já, já, maður minn, þið búist við góðu vori, svo kemur hafisinn og þið verðið ætíð jafn-hissa. Mintist ég ekki á hafísinn um daginn? En þér gerðuð samt ráð fyrir góðu vori; jú, jú, ég þekki þetta«. »Eg vildi gjarnan vita, hvað ég skulda yður«, sagði Salómon og stundi við. »Ekkert, Salómon, ekkert. — Eftir á að hyggja, ætlið þér heim með fyrslu ferð?« »Mér finst ég ekkert heimili eiga«, sagði Salómon og horfði í gaupnir sér. »Já, ég skil það. Þér vilduð ef til vill alveg eins ilendast hér? Ég hefi auga á stað lianda yður. Kunn- ingja minn — slórbónda hér í nágrenninu — vantar góðan mann til gripahirðinga«. Læknirinn nefndi bæinn og árskaupið, sem var hærra en Salómon liafði til hugar kornið. Þegar Salómon fór, var liann ráðinn til stórbóndans. Honum varð svo einkenniiega bjart í huga; nú gæti hann bráðlega unnið af sér spítala-skuldina; og ef til vill sett stein á leiði Rakelar, með tíð og tíma. Það voru undarlega fjörgandi og gleðjandi áhrif, sem læknirinn hafði á hann; Rakel hafði alveg haft rétt fyrir sér, þegar hún líkli honum við vorvind, þó honum hefði þá fundist það æði barnaleg sam- líking. Hann glæddi vonir eins og vorvindurinn — þó hann varaði við liafisnum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.