Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Blaðsíða 17
iðunn|
Heinrich Heine: Keisaraliðarnir.
255
Þar fengu þeir báðir þá fregn, þvi ver,
að Frakkland reyrt væri böndum;
klofinn og rofinn þess kappa her,
en keisarinn tekinn höndum.
Þá grétu þeir báðir og börmuðu sér,
því brjóslin skar raunafárið.
Og annar mælti: æ, aumum mér,
hve ýfist mitt gamla sárið.
Hinn svarar: Ljóðinu er lokið þá,
mér Ijúft væri dauðann að eygja,
en konan og börnin mín bíða smá,
þau brestur ef ég skyldi deyja.
Hvað varðar um lljóðs og barna böl,
er bugar oss voðinn strangi;
lát liungrið þau reka á vonarvöl;
minn voldugi keisari’ er fangi.
Æ, bróðir, veittu mér bænina þá,
að banastríðinu hörðu,
þá hafðu líkið milt héðan frá
og heim í franska jörðu.
Þeim heiðurskrossi með hárauð bönd
á hjarta mitt komið verði,
og byssuna gef mér í hægri hönd,
við hlið mína gyrtu sverði.
Svo vil ég hlustandi hafa töf,
sem hervörður dáðrakkur bíða,
unz lijálmaðir riddarar liart um gröf
hneggjandi fákum ríða.
L