Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 18
256 Þorleifur H. Bjarnason: [ IÐUNN I3á keisarinn hleypir með hófaglam, og hjaltarnir fylkingar ryðja, þá veð ég úr gröfinni vopnaður fram til valda minn keisara að styðja. [Eyjólfur Melan þýddi.] Yilhjálmur II. Þýzkalandskeisari og tildrög ófriðarins mikla. Eílir Þorleif H. Bjarnason. Síðan Vilhjálmur 2. keisari á Þýzkalandi og kon- ungur á Prússlandi kom til j-íkis 15. júní 1888, hafa dómar manna urn hann skifzt mjög í tvö horn: sumir telja liann einhvern hinn mikilhæfasta og at- kvæðamesta þjóðhöfðingja, sem nú er uppi; liinsvegar þykjast sumir — og þeir eru nú á ófriðartímunum bj7sna margir — íinna fátt nýtt í fari hans og úthúða honum og stjórnarráðstöfunum hans á allar lundir. í grein þessari, sem er brot úr ritgerð um keisara og sljórnarferil hans, skal aðallega vikið að stefnu hans í utanríkismálunum og viðskiftum hans við Frakka, Breta og Rússa fram að ófriðnum mikla. Þegar Vilhjálmur keisari 2. settist að ríkjum, fór hann í boðskap sinum til ríkisþingsins svofeldum orðum um stjórnarstefnu sína í utanríkismálum: »Ég er fastráðinn í að lifa í sátl við alla menn að svo miklu leyti, sem ég má ráða .. . Her vor á að treysta

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.