Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Síða 25
IÐUNN|
Vilhjálmur II. fýzkalandskeisari.
263
1912 470,4 miljónir marka til flotans. Til nýlendn-
anna liefir ríkið orðið að leggja af mörkum stórfé,
sem skiftir hundruðum miijónum marka, fyrir utan
alt það fé, er hin miklu nýlendufélög hafa lagt ný-
lendunum. Árið 1897 notuðu þjóðverjar víg nokkurra
þýzkra trúboða í Kína til þess að komast yfir höfn-
ina Iviautschou og taka á leigu hérað í kringum
hana um 3—400 kmr að viðáltu. Fyrir framúrskar-
andi dugnað Þjóðverja eildist njdenda þessi stórmikið
á skömmum tíma. Var því engin furða, þó allur
landslýður harmaði það mjög, er Japanar tóku hana
á fyrsta ári heimsstyrjaldarinnar miklu.
Þótt Bulow gætti bæði sem utanríkisráðherra og
ríkiskanzlari allrar varkárni í viðskiftum þýzka rík-
isins við hin stórveldin, meðan það var að koma sér
upp flota, þá kom það brátt í ljós, að þeim var
sumum liverjum litið getið um hina nýju stefnu.
Sennilega hafa ræður keisara um flotann og siglinga-
nauðsyn Þjóðverja og ýmis stóryrði, sem koma þar
fyrir, svo sem »framtíð vor er á sænum«, »þríforkur-
inn (forræðið á sænum) verður að komast í vorar
hendur«, og »hinn þýzki andi vill drotna yfir heim-
inum«, átt nokkurn þátt i að ala á tortrygni þeirra
siglinga-stórveldanna og þá einkum Bretlands. Skal
þessu næst vikið nokkrum orðum að því, hvað Vest-
urþjóðunum, Bretum og Frökkum, og Þjóðverjum
heíir farið á milli fram til styrjaldarinnar miklu.
Sem dótturson Victoriu Bretadrotningar og auga-
steinn hennar var Vilhjálmur keisari öðrum fremur
vel til þess fallinn að bera sáttarorð milli Þjóðverja
og Breta. Fyrstu stjórnarár sín virðist keisara hafa
verið mjög um það hugað, að gott samkomulag héld-
*st með Þjzkalandi og Bretlandi. Hann kom á ári
hverju til Bretlands að sækja heim ættingja sína og
vera viðstaddur við kappsiglingarnar í Cowes og
sparaði þá ekki að láta þess getið í ýmsum ræðum,