Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 26

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 26
264 Þorleifur H. Bjarnason: 1IÐUNN hvern vinahug hann bæri til Breta og hvílíka lotn- ing hann hefði frá blautu barnsbeini borið fyrir llota þeirra og afreksverkum hans. En einmitt um þessar mundir fór missætti að magnast með Bretum og Þjóðverjum, er að miklu leyti var sprottið af við- skifta- og verzlunarsamkepni. Árið 1887 var Bretum farinn að standa svo mikill stuggur af þýzkum iðn- varningi, að fyrirskipað var, að allar þýzkar iðnvörur, er hafðar væri á boðstólum á Bretlandi, skyldu mark- aðar merkinu: »Made in Germany«. Átti ráðstöfun þessi að kenna almenningi að gréina hinn ódýra, en ótrausta þýzka varning frá hinum endingargóðu brezku iðnvörum, er voru nokkru dýrari. En fyrir atorku og ástundun Þjóðverja tók margur varningur þeirra á nokkrum árum svo miklum framförum, að hann stóð hinum brezka fyllilega á sporði, en var þó nokkru ódýrari en hann. Var nú svo komið, að merkið »Made in Germany« varð fremur til þess að bæta en spilla fyrir þýzkum varningi. Brezka stjórnin hafði árið 1885 leitað áliLs ræðis- manna sinna um verzlun Bjóðverja og samkepni þeirra við Breta. í skýrslum sínum til stjórnarinnar voru ræðismennirnir samdóma um það, að Þjóðverjar væri hvervetna í miklum uppgangi og verzlun þeirra og iðnaður ykist stórum. Árin 1896—99 var mál þelta rannsakað enn ítarlegar að undirlagi stjórnar- innar og niðurstaðan varð nú enn óhagstæðari fyrir Breta. Sló þá miklum óhug á marga brezka kaup- menn og atvinnurekendur. Vildu þá sumir reisa rönd við samkepni Þjóðverja með verndartollum. En sú stefna hefir, eins og kunnugt er, átt litlum vinsæld- um að fagna á Bretlandi. Meiri hluti brezku þjóðar- innar hefir til þessa talið samkepnina nauðsynlega í allri verzlun og viðskiftum, eins og spakmælið: »com- petition is the soul of business« bendir á. Sumir Bretar hafa jafnvel tekið svo djúpt í árinni, að Bret-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.