Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 29

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 29
IÐUNNJ Vilhjálmur II. Pýzkalandskeisari. 267 því nær eingöngu fylgjandi Búum, en stjórnin gætti vinsamlegs hlutlej'sis og vildi ekki, að því er keis- ara sagðist síðar frá, eiga neinn þátt í því að skakka leikinn og binda enda á ófriðinn.1) En samt sem áður fóru fáleikar með Bretum og Þjóðverjum heldur vaxandi. Og mun það hafa verið því að kenna, að ekkert varð úr samkomulagsumleitunum þeim, sem gerðar voru um aldamótin að ósk keisara og Búlows kanzlara hans og að ráði mikilsmegandi brezkra stjórnmálamanna til þess að koma á sambandi með Bretlandi og þýzkalandi. Ágreiningsefnunum þeirra í milli fjölgaði einatt, og árásir þýzkra blaða á Kil- chener, yíirliershöfðingja Breta í Suðurafríku, og sögur þær, er þau fluttu af harðýðgi hans við Búa, vöktu mikinn úlfaþyt á Bretlandi. Þegar því Victoría Bretadrotning andaðist 1901 og Játvarður 7., sonur hennar, tók við ríkjum, er var enginn vin Þjóðverja né Vilhjálms keisara frænda síns, töldu ýmsir útséð um, að sættir og samkomulag lækist fyrst um sinn með þjóðum þessum. Víst er um það, að Bretar létu af sambandsumleilunum við Þjóðverja og tóku að bindast samtökum (ententej við önnur ríki í því skyni að tryggja sig gegn ófriði af hálfu Þjóðverja, en jafnframt höfðu þeir mikinn við- búnað -á sjó. Hafa sumir þýzkir stjórnmálamenn og rithöfundar, svo sem Bulow fursti og Maximilian Harden, talið Játvarð 7. frumkvöðul þessara sam- laka Breta við önnur ríki til þess að »einangra« 1) Sbr. grein með fyrirsögninni »Tlie German Emperor antl Englandtí, 'er birtist i Lundúnablaðinu »Daily Telegraphtt 28. október 1908. Grein bessi kallast fréttaviðtal fyrv. brezks stjórnarerindreka við keisara. Er Þar tekið fram, að liann kjósi að lifa i friði við Bretland, en allur porri M’zku þjóðarinnar sé þvi mótfallinn. Hefði keisari sýnt það i verki, að ^ann væri vinur Breta, en þeir væri »liræddir, liræddir eins og liérar i niarzmánuði«. Grein þessi vakti mikla eftirtekt á Bretlandi og Pýzka- ^andi. Hún bakaði keisara i svip mikla óvild lijá þegnum sinum og *Hailtist illa fyrir lijá Bretuin, Frökkum og Hússum og gaf tilefni til þesst að Búlow vék úr kanzlarasessinum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.