Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 31
JÐUNN] Vilhjálmur II. Pýzkalandskeisari. 269 Esbjerg og við Aalbækflóa á Jótlandsskaga; skj'ldu þeir síðan halda suður Slésvík og spilla Kílarskurð- inum.1) Fyrstu stjórnarár Vilhjálms keisara var samkomu- iagið með Frökkum þolanlegt, enda gerði keisari sér far um að efla samlyndi milli þeirra og var vel til nokkurra málsmetandi frakkneskra manna, er voru gestir hans eða sóttu fund hans. Skal hér að eins bent á lýsing hins merka frakkneska stjórnmála- manns Jules Simon á keisara og ummæli þau, er hann hefir eftir honum úr samræðu, er þeir áttu í Berlín í marzmánuði 1890. Fegar Jules Simon spurði keisara, hvernig honum segði hugur um ófrið með Frökkum og Þjóðverjum, mælti liann: »Ég segi yður það hreinskilnislega — her yðar hefir tekið sér fram. Ef hann — sem ég tel óhugsandi — ætti að etja við hinn þjrzka her á vígvelli, gæti enginn sagt fyrir, hver úrslitin yrði. Fyrir því tel ég livern þann mann heimskingja eða glæjramann, er sigaði þessum tveim þjóðurn út í ófrið.« Þó að stundum risi úfar á með þeim þessi ár, svo sem út af viðtökum þeim, er móðir keisara fékk í París 1891, þá jafnaðist ósam- komulagið von bráðar. Til þess að sefa Fraklca og gera þá afhuga Elsass- Lothringen hafði Bismarck á sinni tíð beint huga þeirra að því, að auka nýlendur sínar í öðrum heims- álfum og meira að segja stutt þá viðleitni þeirra. Frakkar höfðu fylgt því ráði djrggilega og aukið árin 1881—86 fyrir forgöngu sljórnarskörungsins Ferry nýlendur sínar að miklum mun bæði norðan og "vestan í Afríku og á Austurindlandi. Síðan bazt Del- cassé, er áður hefir verið nefndur og var utanríkis- ráðherra Frakka frá 1898—1905 fyrir því, að auka yfirráð Frakka í Marokko og jafna misklíð þá, ér í) Johs. Uindbæk: Forspillct til Verdenskrigen, Kh. 1917. 135—.'tG bls.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.