Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 32

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 32
270 f’orleifur H. Bjarnason: 1 IÐUNN verið hafði með Frökkum og Bretum út af yfirráð- unum yfir Efri-Níl (Fashoda-skærurnar) og loks að styðja að samdrætti með Frökkum, Bretum og Rúss- um. Eins og áður er getið, gerðu Bretar og Frakkar samning með sér 1904, er heimilaði meðal annars Brelum af hálfu Frakka forræði í Egiptalandi, en Frökkum aftur á móti afskifti af Marokko. Tveim árum áður höfðu ítalir og Frakkar bundist samningi um það, að Frökkum skyldi heimilt að hlutast til um mál manna í Marokko mót því að Italir nyti sömu »hlunninda« í Tripolis. Delcassé reri nú öllum árum að því að ná föslum tökum á Marokko, en þá hófst þýzka stjórnin handa, er hafði ekki til þessa látið samningana um Marokko til sín taka. Fýzkir kaupmenn og verksmiðjueigendur áttu, þegar hér var komið, allmikilla viðskifta og hagsmuna að gæta í Marokko og var viðbúið, að lítið yrði úr þeim, ef Frakkar yrði þar því sem næst einvaldir. Vorið 1905 sótli Vilbjálmur keisari því Abdul-Asis, soldán í Marokko, heim í hafnarborginni Tanger til þess að stappa stálinu í hann, að láta ekki blut sinn fyrir Frökkum, og sýna öllum lýðum, að Pýzkaland vildi slyðja sjálfsforræði Marokko’s. Fetta ferðalag keisara kom mjög ílatt upp 'á stjórnmálamenn á Frakklandi og Bretlandi. Er ekki ósennilegt, að þýzka stjórnin hafi viljað neyta þess, að Rússar höfðu þá fyrir skemstu verið gersigraðir af Japönum og gátu ekki veitt bandamönnum sínum, Frökkum, neina leljandi liðveizlu. Af för keisara til Tanger risu allmiklar við- sjár með Frökkum og Þjóðverjum. Delcassé hélt því fastlega fram, að Frakkar mælti ekki láta neinn bil- bug á sér finna. Bretar tóku í sama strenginn, og Játvarður 7. brá sér tvisvar á fárra vikna fresti til Parísar til þess að ráðgast við Loubet forseta og Del- cassé. En þegar á álti að herða, vildi hvorki meiri hluti ráðuneytisins né þingsins halda málinu til streitu

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.