Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 33
IÐUNN] Vilhjálmur II. Pýzkalandskeisari. 271 og Delcassé varð að fara frá. Eftir tillögu þýzku sljórnarinnar var málið lagt undir úrskurð allsherjar fundar, er stórveldi öll hér í álfu, nokkur hinna smærri ríkja og Bandaríkin í Ameríku skyldu kjósa fulltrúa til. Fundur þessi var haldinn í Algeciras á Spáni og hófst í janúar 1906. Aðalmálspartarnir, Þjóðverjar og Frakkar, höfðu þegar áður komið sér saman um undirstöðuatriðin. Niðurstaðan varð sú, að soldán skyldi halda ríki sínu og fullveldi óskertu, og öllum þjóðum skyldi heimilt að eiga verzl- unarviðskifti við Marokko, en hinsvegar varð Þýzkaland að gangast undir það, að Frakkar hefði þar nokkurskonar forræði. Meiri hluti fulltrú- anna óg þar á meðal ítalir, bandamenn Þjóðverja, fylgdu Frökkum að málum og náðu því ýmsar til- lögur þeirra um nauðsynlegar umbætur í Marokko fram að ganga, og þeir réðu mestu um, hvernig þeim var komið í kring. Þjóðverjar undu illa þessum málalyktum og töldu keisara og stjórnarerindrek^ hans eiga nokkra sök á, að svo liefði farið. Urðu úrslit þessi ekki. til að bæta samkomulagið með þeim og Frökkum. En enn þyngri hug háru samt margir Þjóðverjar, einkum þeir sem Slór-Þjóðverjar hafa verið kallaðir, til Breta °g sögðu að auðsætt væri, að þeir og stjórn þeirra þéldi uppteknum hætti, að »einangra« Þjóðverja og ^eSgjast móti hagsmunum þeirra. Þó að Delcassé hefði orðið að víkja úr sessi, varð engin breyting á stjórnmálasteínu Frakka í Marokko. \ eir notuðu sem fyr hvert færi til þess að færa þar ut kvíarnar og treysta yílrráð sín, en því var auð- yitað iiia tekið á Þýzkalandi. Á hinn bóginn efldu rJjóðverjar alt hvað þeir gátu viðskifti sín við Marokko. Að keisari haíi þó engan veginn verið úrkula vonar Uln> að fullar sættir gæti tekist með Frökkum og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.