Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 34

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 34
272 Porleifur H. Bjarnason: [ IÐUNN Þjóðverjum, má ef til vill ráða af viðræðu, sem hann átti 1907 við Etienne, fyrverandi hermálaráðherra Frakka, er fundum þeirra bar saman í Kiel. Iíeisari bauð Etienne til miðdegisverðar á skipi sínu »Hohen- zollern« og síðan til bjórdrykkju (»Bierabend«) á veitingahúsi í landi. Keisari gat þess, að það gleddi sig stórlega að liitta Frakka. »Mér finst«, sagði hann, »að við og þið ættum að geta skilið hvorir aðra, en því miður er einlægt einhver- mis- skilningur okkar í milli«. Hann kastaði því næst fram einhverjum ónotum um frænda sinn Játvarð 7. og mælti: »Frakkland og Þýzkaland ættu að vera í bandalagi; þá mundu þau vera drolnar heimsins. Evrójiu er búin hætta úr tveimur áttum, frá Asíu og Ameríku. Ef við í Evrópu höldum áfram að berast á banaspjótum, fáum við einhvern góðan veðurdag að kenna á því. Bandalag er eina bjargráðið«. Brátt kom það í ljós, að Algeciras-ákvæðin voru í ýmsum greinum óviðunanleg, og 1909 neyddust Frakkar og Þjóðverjar til þess að bindast nýjum og sérstökum samningi um ,afskifti sín af Marokko. En þessi samningur reyndist líka ónógur, enda gerðu aðiljarnir sér lítið far um að halda hann, og sam- vinna sú, sem frakkneskir og þýzkir auðmenn höfðu bundist um ýmis arðvænleg fyrirtæki þar 1 landi, fór öll út um þúfur. Vorið 1911 bófu Marokkobúar sem oftar uppreisn gegn soldáni. Uppreisnarmenn settust um Fez, höfuðborg ríkisins. Það var altalað, að lífi Norðurálfumanna, er bjuggu þar, væri hætta búin. Frakkar notuðu þá tækifærið og sendu ber manns til Fez til að skakka leikinn og halda hlífiskyldi yfir Norðurálfumönnum, að því er sagt er. Þóttu þetta ill tíðindi á Spáni og einkum á Þýzkalandi. Mörg þýzk blöð töldu það auðsætt, að Frakkar ætluðu að kasta eign sinni á Marokko og kváðu Þjóðverja lausa allra mála, er Algeciras-samningarnir væri að engu

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.