Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 35
iðunn i Vilhjálmur II. Þýzkalandskeisari. 273 hafðir. í fyrstu virtust stjórnir Frakka og Þjóðverja ætla að jafna með sér ágreining þenna, og Jules Cambon, sendiherra Frakka í Berlín, og Kiderlen- Wáchter, utanríkisráðherrann þýzki, töluðu um málið í mesta bróðerni, er þeir hittust í Kissingen í júní- mánuði 1911. Og það var á Kiderlen-Wachter að heyra, að Þýzkaland mundi fáanlegt að sleppa öllu tilkalli til réttinda í Marokko, mót því að fá skaða- bætur annarsstaðar. En skömmu síðar sendi þýzka stjórnin fallbyssubátinn »Panther« lil Agadir-hafnar í Marokko til þess, að því er látið var í veðri vaka, »að vernda þýzka þegna í Suðurmarokko og gæta hagsmuna þeirra«. í London og París kom för bátsins til Agadir eða »Panther-stökkið« er kallað var, ærið flatt upp á menn. Margir gátu þess til, að Þýzkaland ætlaði að ná undir sig höfninni eins og það hafði fyrir all- mörgum árum gert við Kiautschau í Ivína. Stór-Pjóð- verjar og margir junkarar, foringjar og fésýslumenn voru því eindregið fylgjandi og hrósuðu happi, að Þýzkaland befði nú loks árætt að hefjast handa. Stjórn Frakka fór þess á leit við Breta, að þeir sendi í sameiningu herskip til Agadir til þess að sýna Þjóðverjum, að þeir væri í alt búnir; en Bretar synjuðu þess, enda mundi það eftir atvikum hafa komið ófriðnum af stað. Hins vegar dró Bretastjórn «ngar dulur á, að hún yrði í máli þessu bæði að gæta hagsmuna sinna og Frakka. Cambon og Kiderlen tóku nú aftur að bera ráð sm saman. En samningarnir sóttust seinl og viðsjár með Frökkum og Þjóðverjum fóru heldur vaxandi. f '1 þess að marka afstöðu Bretlands til aðsteðjandi friðrofa milli Þjóðverja og Frakka og jafnframt til að draga athygli almennings frá deilunum um efri nrálslofuna, ílutli Lloyd-George fjármálaráðherra Breta 1 samráði við Asquith forsælisráðherra og Grey utan- löunn III. 18

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.