Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 38

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 38
276 Þorleifur H. Bjarnason: [ IÐUNN með Þjóðverjum og Frökkum heldur vaxandi, ef til vill meðfram af skærum þeim, sem voru um þessar mundir með t'jóðverjum og íbúunum í Elsass-Loth- ringen. En það skifti mestu, að með báðum þjóð- unum, en þó einkum lijá Þjóðverjum, hófst mjög svo ákveðin þjóðræltnis- og hernaðarhreyfing, er neytti allra bragða til þess að æsa þjóðirnar til ófriðar. í Þýzkalandi hafði þessi hreyfing mikið fylgi Stór- Þjóðverja. Og mörg félög voru stofnuð til þess að ýta undir hana, merkast þeirra var »Wehrverein«. Gáfu þau út ýmis flugrit til þess að velcja vígahug almennings og örva hann til fjárframlaga í þarfir vopnabúnaðar og hernaðar. í anda þessarar lireyf- ingar rilaði Bernhardi hershöfðingi ritið »Deutsch- land und der náchste Krieg«, er hefir hneykslað mjög Vesturþjóðirnar, síðan ófriðurinn hófst, og verið kallað »fagnaðarboðskapur styrjaldar og inanndrápa«. Þó að þessi hernaðarstefna og æsingar, sem henni voru samfara, næði nokkrum tökum á þýzku þjóðinni, er það engan veginn svo að skilja, að meiri hluti liennar eða stjórn haíi þráð ófrið. Það var síður en svo. En finna má stjórninni það til foráltu, að hún reyndi ekki í líma að reisa rönd við þessari hreyfingu; en það var ekki hlaupið að því, þar sem margir máls- metandi menn og flestir liðsforingjar og hershöfð- ingjar með krónprinsinn í broddi fylkingar voru henni fylgjandi, að því er sagt er. — — — —*) Þann 28. júní myrti ungur námsmaður, Princip að nafni, Franz Ferdinand, ríkiserfingja í Austurríki, og konu hans, er voru stödd í Sarajevo í Bosníu á þjóðminningardegí Serba. Og af vígum þessum gaus upp ófriðarbál það, sem ekki heflr enn tekist að slökkva. 1) Hér erti feld úr um Ijögur blöð i liandritinu, þar eð efni þcirra snerti ekki beint tildrög ófriðarins, heldur aðallega fláttskaparmál sendi- herrasveitanna.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.