Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 40
278 Þorleifur H. Bjarnason: [ IÐUNN myndu sitja hjá, þótt Serbar fengi einhverja ráðning, ef þeir ættu það víst, að þeir misti engin lönd. Serbastjórn leitaði ásjár Rússa, því að þjóðin var lítt búin við ófriði sakir styrjalda þeirra, er hún hafði átt í tvö undanfarin ár. Rússastjórn réð Serbúm til að taka liðlega í kröfur Austurríkis, en hét þeim Iið- veizlu sinni, ef til kæmi. Serbar fóru að ráðum Rússastjórnar og gengu í svari sínu að því nær öllum kostum Austurrikis- manna. Þeir vildu að eins ekki gangast undir það, að fulltrúar Austurríkismanna og Ungverja tæki í Serbíu þált í rannsókn og rekslri málsins. Stjórn Austurríkis tók því fjarri að þekkjast boð Serba, og sendiherra hennar fór burt úr Belgrad, höfuðborg Serbíu, þegar frestur sá var útrunninn, er bún hafði áskilið. Allur almenningur í Wien og Budapest tók þessum málalokum með miklum fögnuði. Rússland bjóst nú til að liðsinna Serbum, svo að fyrirsjáanlegt var, að ófriðarhorfurnar fóru vaxandi. Sassonov, utanríkisráðherra Rússa, hélt að Austurríki mundi slaka til, ef Rússland, Frakkland og Bretland legðust á eitt og létu engan bilbug á sér íinna. En Bretland vildi ekki leggja út í ófrið fyrir Serba sakir og bjóst því til að miðla málum, svo að komist yrði hjá ófriði. Edward Grey, utanríkisráðherra Breta, bar 26. júlímánaðar upp þá tillögu, að Bretland, Frakk- land, Þj'zkaland og Ítalía, þau fjögur stórveldi, sem væri ekki beint við málið riðin, skyldu í sameiningu gefa málsaðiljum »vingjarnleg ráð«. Frakkland og Ítalía féllust á tillögu Grey’s, en þýzka stjórnin — Vilhjálmur keisari ltom einmitt þann 26. júlí heim úr Noregsferðinni — vísaði lienni á bug rneð svo- feldum orðum: »Vér getum með engu móti lagt við- skifti bandaþjóðar vorrar við Serba undir dóm Ev- rópu. Sáttaumleitun vor verður að einskorða sig við að afstýra þeirri hættu, að Austurríki og Rússlandi

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.