Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 42
280
F’orleifur H. Bjarnason:
[ IÐUNN
með því skilorði, að hann yrði ekki hafinn, fyr en
útséð væri um friðarumleitanirnar. Hvað sem því
líður, þá er hitt víst, að síðustu daga júlímánaðar
fer Austurríki að verða dálítið viðráðanlegra. Er sú
tilgáta ekki ósennileg, að i Þýzkaland hafi »þrýst á
hnappinn í þágu friðarins«, eins og Grey komst að
orði, þegar það sá, að styrjöldin var að öðrum kosti
alveg óumflýjanleg. Nú gerðust nokkrar þær greinar
með Rússum og Þjóðverjum, sem hér verður gelið
nokkru nánara. En fyrst má geta þess, að blaðið
»Lokalanzeiger« í Berlín sendi 30. júlí út aukablað
með þeirri fregn, að »almennur vígbúnaður skyldi
fram fara í Þýzkalandk. Sendiherra Rússa símaði
fregnina samstundis til Rússlands. Einni stundu síðar
varð blaðið að lýsa yfir því, að fregnin væri ósönn
og þýzka stjórnin bað sendiherrann að taka ekki
mark á henni. Hefir mönnum þótt það undarlegt, að
hálfgildings stjórnarblað eins og »Lokalanzeiger«
skyldi ekki vita betur deili á, hvað væri að gerast,
og óvinir Þjóðverja hafa haldið því fram, að blaðið
hafi verið látið flytja fregnina til þess að koma styrj-
öldinni af stað. Heimildir vorar leyfa oss ekki að
segja af eða á um það, hvernig á þessu hefir staðið.
Prófin í máli því, er síðastliðið sumar eða haust
var hafið á hendur Suchomlinov, fyrv. hermálaráð-
herra Rússa, taka annars af öll tvímæli um vígbúnað
Rússa og upptök ófriðarins.
Þann 26. júlímán. bárust fyrstu fregnirnar um víg-
búnað þeirra til Berlín. Að því er sagt er í »hvítu
bókinni« þýzku, skýrði Suchomlinov hermálafulltrúa
Þjóðverja í Pélursborg daginn eftir frá því, að enginn
vigbúnaður yrði liafinn gegn Þjóðverjum. Tveim dög-
um síðar, 29. júlí, stefndi Ianuskevilch hershöfðingi.
herstjórnaroddviti Rússa, fyrgreindum hermálafulltrúa
á sinn fund og lýsti því hátíðlega yfir, að viðlögðum
drengskap sinum, »að enginn vígbúnaður hefði enn