Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Qupperneq 45
IÐUNN ] Vilhjálmur II. Pýzkalandskeisari. 283
Þegar svona var komið, var Miðveldunum, eins og
gefur að skilja, einkar hugleikið að koma í veg fyrir,
að Bretar snerist í lið með Frökkum og Rússum.
Bethmann Hollweg hafði þess vegna nokkrum dög-
um áður, er viðsjárnar tóku að aukast, átt tal við
Edward Goschen, sendiherra Breta í Berlín, og
lýst yfir því við hann, að Þjrzkaland ætlaði sér
hvorki, ef til ófriðar kæmi, að ganga milli bols og
höfuðs á Frakklandi, né taka nokkur lönd, er það
ætti í Evrópu. En af þessum orðum þótti mega ráða,
að Þjóðverjar mundi nota færið, ef þess væri kostur,
til þess að seilast eftir einhverjum nýlendum Frakka.
Þá mun og brezki sendiherrann hafa þózt verða
þess áskynja, að Þjóðverjar mundu virða hlutleysi
Belgíu að vettugi. Hefir það löngum verið eitthvert
mesta áhugamál utanríkisstjórnarinnar brezku, að
reisa rönd við því, að nokkurt stórveldi á megin-
landinu nái fótfestu í Belgíu og Hollandi og geti
þannig haft Ermarsund að nokkru leyti á valdi sínu;
ber viðureign Breta við Loðvík 14. og Napoleon 1.
nógsamlega vitni um það'. .
Til þess að komast fyrir ráðagerðir Þjóðverja og
marka afstöðu Bretlands til þeirra, lagði Grey 31.
júlímánaðar þá spurning fyrir stjórnir Frakka og
Þjóðverja, hvort þær mundu virða hlutleysi Belgíu.
Frakkastjórn galt já við fyrirspurninni, en þýzka
stjórnin svaraði henni ekki, »til þess að koma ekki
upp um hernaðarráðagerðir sinar«. Bretastjórn þóttist
nú hafa fengið vissu fyrir því, hvað Þjóðverjar ætl-
uðu sér, og Grey tjáði Lichnowsky, sendiherra Þjóð-
verja, frá því, að Bretland gæti ekki haldið kyrru
fyrir, ef Þjóðverjar bryti hlutleysi Belgíu.
Yfirlýsing Grej'’s kom llatl upp á Lichnowsky; en
Fann leitaðist því næsl við að fá Brela til að sitja
hjá með því að gera þau kostaboð, er hann kallaði
svo, að Belgía skyldi ekki verða fyrir neinu hnjaski