Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 51

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 51
■ iðunni Woodrow Wilson. 289 þá ekki á raddir, sem lofuðu stjórnmálaspeki Wil- son’s fyrir það að hafa ekki þegar látið ginnast út í ófriðinn. En nú kom þó tvent fyrir þessa mánuðina, sem gaf Bandaríkjamönnum ærið umhugsunarefni og þótti fremur styrkja málstað ófriðarvina um, að hættan væri óðum að nálgast slrendur Ameríku. Annað var koma Kaf-Deutschlands með litarfarm til Norfolk í Virginíu í júlímán. 1916. En hitt var usli sá og spell, er kafbáturinn U 53 gerði við strendur Nýja Englands i októbermán. s. á. Þetta gaf Roose- velt og hans mönnum byr i seglin; en friðarvinirnir voru jafn-sannfærðir og áður um, að engin veruleg hætta væri á ferðum, og sátu þeir fastir við sinn keip. Nokkuð var það, að Wilson var sama sinnis og áður, og vildi hann ekki einu sinni eigna JÞjóðverjum upptök ófriðarins þá, sbr. orð hans á fundi í Uin- cinnati um sama leyti: »Haíið þið nokkuru sinni heyrt, hver byrjaði þetta stríð? — Ef þið hafið heyrt það, vildi ég að þið vilduð gefa það til kynna, því að það hefir enginn gert enn, það ég veit til. Ekkert sérstakt kom því á stað, heldur ástandið svona yíir- leitt«. — Wilson mundi naumast tala svona nú. — En nokkuð var það, kosningarnar fóru svo, að hann var kjörinn sem — friðarforseti, sem sá maður, er með öllu mögulegu móti átti að reyna að koma Eandaríkjamönnum lijá þvi að lenda í ófriðnum. Eftir að Wilson hafði verið endurkosinn forseti, Eom það í Ijós, að hann var jafn ákveðinn málsvari friðarins og áður. í desember 1916 hófu Rjóðverjar sína fyrstu verulegu »friðar-sókn«, sem svo hefir verið uefnd, með ræðu Bethmann-Hollweg’s, þáverandi kanzlara, um tiltækilega friðarskilmála. Og 20. s. m. skoraði Wilson á ófriðarþjóðirnar að láta í Ijós, með hvaða kjörum þær vildu semja frið. Eitt af atriðun- Um í þessari orðsending hans lil ófriðarþjóðanna vakti sérstaka athygli og nokkra óánægju lijá banda- iðunn iii. 19

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.