Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 53
IÐUNN] Woodrow Wilson. 291 þrungið af drotnunargirni, meðal fjölda þjóða, sem voru lítt undirbúnar til varnar, en með yfrin öll af alþjóðalögum, þótt þær hefðu ekki nein tæki til að fá þeim framfylgt; og auk þess veik fyrir sökum þess, að hvorki landamæri þessara mismunandi ríkja né hið innra skipulag þeirra samsvaraði kröfum hinna mismunandi þjóðtlokka innan hvers ríkis, né heldur trygði þeim, að þeim væri öllum sýnt jafn mikið réttlæti og sanngirni ... Á meðan önnur ríki eins og t. d. Bandaríkin og Stórbretaland voru að reyna að tryggja það með gerðardómum, að nokkuð misklíðarefni grandaði friði þeim, sem þau óskuðu að yrði ævarandi, stóð Þýzkaland á öndverðum meið. Sagnfræðingar þess og heimspekingar rituðu um ágæti ófriðarins; valdið [yfirráðin] var talið aðalmarkmið rikisins, en á meðan smíðaði yfirherstjórnin þýzka með óþrjótandi elju þau vopn, sem á tilsettum tima áttu að útvega því yfirráðin ... þýzkaland og Aust- urríki gerðu stríð þetta óumflýjanlegt með því að ráðast á réttindi smáríkis eins, og byrjunarsigra sína fengu þau með því að ráðast með ofbeldi inn yfir samningstrygð landámæri annars smáríkis«. t*etta bréf Balfour’s hafði töluverð áhrif á ýmsa þegna Bandaríkjanna, en svo sem engin á sjálfan forsetann. Bann 22. jan. 1917 hélt Wilson ræðu í öldungaráðinu, þar sem hann meðal annars komst svo að orði: »það verður að semja frið án sigur- vinninga; — friður, sem væri þröngvað upp á þann, seni undir yrði, mundi láta eftir sig beiskar minn- mgar, svo að friðar-öryggi heimsins hvildi á sand- kviku«. Og enn héll hann þá fram hugmyndum »Sam- handsins til varanlegs friðar« um að takmarka allan herbúnað og að þjóðirnar taki höndum saman um að f^yggja friðinn með sameiginlegu hervaldi. Þessu svaraði Bonar Law, enski stjórnmálamaðurinn, þannig: ^Þessu, sem Wilson forseti æskir, erum vér að 19*

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.