Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 56
294 Woodrow Wilson. [ IÐUNN tjáði að bíða. Og að morgni þess 1. marz komst líka öll Ameríka í uppnám yfir símskeytum nokkrum, sem stjórnin hafði náð í og farið höfðu milli Zim- mermanns, þáverandi utanríkisráðherra Þjóðverja, og sendiherra þeirra í Mexiko. Efni þessara skevta var það, að kafbátahern- aðinum mundi nú haldið áfram með fullum krafti, en þó mundi reynt að halda Bandaríkjunum hlut- lausum. En ef það lánaðist ekki, ætti að reyna að koma á sambandi milli Þýzkalands og Mexíkó á þeim grundvelli, að þeir fengju fjárliagslega hjálp hjá Þjóðverjum til þess að »vinna aftur lönd þau, sem þeir hefðu mist í New Mexico, Texas og Arizona«. Ennfremur, að Mexíkó-stjórn skyldi rejma að fá Jap- ana til þess að yfirgefa bandamenn, og eftir að þeir væru búnir að jafna málum milli Japana og Þjóð- verja, skyldi þeir reyna að koma á sambandi milli þeirra allra gegn Bandaríkjunum. Þessi uppljóstun varð til þess, að menn einnig í suður- og vesturhluta Bandaríkja þóttust nú sjá þá liættu, sem menn höfðu verið að tala um í austur- ríkjunum. Þeim fanst sem ófriðurinn væri þegar kom- inn að landamærunum, og það því heldur, sem þeir rétt nýlega höfðu átt í höggi við Mexíkóbúa. Og þella hafði mikil áhrif á þingið. Lögin um hið vopn- aða hlutleysi sigldu nú hraðbyri um neðri deild, en nokkrir friðarvinir og Þjóðverja- spiltu framgangi þeirra í öldungadeildinni. Og þá sagði Wilson: »Fá- einir þverúðarfullir menn, sem hafa ekki annara er- indi að reka en sín eigin, hafa gert hina háu stjórn Bandaríkjanna hjálparvana og fyrirlitlega«. En nú voru góð ráð dýr. Hann kvaddi þingið saman til aukaselu 16. apríl, en færði það tímatakmark skömmu síðar aftur um hálfan mánuð. Meðan þessu fór fram, var nú fleiri ameríkskum skipum sökt og kafbátarnir grönduðu lífi fleiri ame-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.